Skip to main content

Hljóðfitueyðing

Aðferð sem vinnur gegn appelsínuhúð og húðkeppum

Hljóðfitueyðing (Cavitation, high-intensity focused ultrasound (HIFU eða HIFUS), high-intensity low-freqency focused ultrasound eða focused ultrasound (FUS)).

október 8, 2013

Ath.: Hér er fjallað um hljóðfitueyðingu m.a. gegn appelsínuhúð en í dag framkvæmum við Velashape III í stað hennar

Af hverju hljóðfitueyðing?

  • Meðferðin er án óþæginda og krefur ekki deyfinga
  • Hver meðferð tekur um 10-30 mín. eftir umfangi
  • Meðferðin er hættulaus og skilur ekki eftir sig ör
  • Árangurinn er öllu jafna varanlegur
  • Oft þarf 6-10 meðferðir til að ná þeim árangri sem sóst er eftir 

Hvernig bóka ég hljóðfitueyðingu?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Hvað er hljóðfitueyðing?

Hljóðfitueyðing byggir á gjöf hljóðbylgna af lágri tíðni (low frequency) frá yfirborði húðarinnar. Bylgjurnar valda titringi og myndun smáblaðra (micro-bubbles) inni í fitufrumunum (lipocytes) en blöðurnar stækka síðan smám saman (þetta kallast cavitation). Þar sem frumuveggir (cell membranes) fitufruma eru mjög veikburða leiðir þrýstingur af blöðrunum og titringurinn á frumurnar smám saman til rofs á veggjunum. Við rofið lekur fitan út úr frumunum og út í millifrumuvökvann (interstitial fluid) sem umlykur frumurnar. Þar sem frumuveggir annarra fruma í húðinni eru mun sterkari er álitið að þeir hljóti ekki neitt hnjask af titringnum.
Fitan sem losnar úr fitufrumunum kallast þríglýceríðar (triglycerides). Henni er breytt af ensímum (enzymes) yfir í fitu sem kallast fríar fitusýrur (free fatty acids) og vatnsleysanlegt glycerol sem líkaminn nýtir. Fríu fitusýrurnar eru fluttar eftir sogæðakerfinu til lifrarinnar þar sem þær eru brotnar niður eins og aðrar fitusýrur.

Við hverju er hljóðfitueyðing notuð?

Aðferðin er notuð til að eyða óæskilegri húðfitu hvar sem er á líkamanum. Markmiðið er að endurmóta líkamslínur og minnka ummál líkamshluta (body sculpturing / reshaping). Aðferðin eyðir eða minnkar t.d. fitukeppi og appelsínuhúð. Henni er gjarnan beitt aftan á rasskinnar, læri, á handleggi og yfir kvið en einnig gegn andlitssigi í kinnum (jowls) og á brjóst karlmanna („boobs“). Þegar um fitufellingar er að ræða á kælifitueyðing (cryolipolysis) oft frekar við með eða án hljóðfitueyðingar.

Rannsóknir

Meta þarf hvern einstakling fyrir meðferð af lækni því nokkrar frábendingar (contra-indications) eru til fyrir meðferð. Stundum eru læknisfræðilegar rannsóknir nauðsynlegar áður en til meðferðar kemur.

Meðferðina er hægt að framkvæma óháð húðlit fólks.

Framkvæmd

Mælt er með að drekka 1,5-2 lítra af vökva fyrir og eftir hvert meðferðarskipti og einnig er mælt með að vökvainntaka sé ekki minni en 1,5-2 lítrar á dag í a.m.k. 1 viku fyrir hvert meðferðarskipti. Vatnið hjálpar til við að koma fitunni út úr líkamanum. Hreyfing er einnig æskileg (ganga eða aðrar líkamsæfingar) svo og að orkuinntaka sé takmörkuð (low-calorie diet) á meðan á  meðferðinni stendur.

Meðferðin er án óþæginda og krefur ekki deyfinga. Hvert meðferðarskipti tekur oft frá 10-30 mín. eftir umfangi. Oft eru 2-4 vikur látnar líða á milli meðferða til að flýta árangri en ekkert er á móti því að lengri tími líði milli meðferða. Oft þarf 6-10 meðferðir til að ná þeim árangri sem sóst er eftir.

Vægur roði getur myndast eftir hvert meðferðarskipti. Forðast ber að koma til meðferða með roða á meðferðasvæðinu svo sem eftir sól. Valdi meðferð vægum roða ber að forðast sól þar til roðinn hefur gefið sig. Brunka vegna sólar (tanning) aftrar ekki meðferð. Þorsti getur gert vart við sig en gefur sig með vatnsinntökunni.

Meðferðin er hættulaus, er örfrí og hægt er að fara beint til vinnu að henni lokinni.

Hvenær kemur árangurinn í ljós og hve lengi varar hann?

Árangurinn kemur fljótt í ljós og er varanlegur eða stendur mjög lengi. Horfurnar batna sé viðeigandi hreyfingu og orkuinntöku viðhaldið.

Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig af lækni til að besti mögulegi árangur náist. Til að eyða fitu er stundum æskilegra að beita kælifitueyðingu (cryolipolysis).

Rannsókn með einu meðferðskipti með hljóðfitueyðingu og sogi á kvið sýndi að allir þátttakendur fengu árangur. Mælt ummál kviðar minnkaði um tæpa 3 cm og ómrannsókn staðfesti þetta. Þyngd breyttist ekki og engin breyting varð í blóðfitu eða lifrargildum (sjá nánar vísindagrein á ensku eftir Jasminka S og Viktor P. Reduction of subcutaneous adipose tissue using a novel vacuum-cavitation technology. Acta Dermatovenerologica Albanica 7 (1), des 2010, 71-75.).

Af athygli kunna að vera þessar greinar:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út