Skip to main content

Fitusog

Það var ítalski kvensjúkdómalæknirinn Giorgio Fischer sem fann upp fitusog árið 1974. Frönsku læknarnir Illouz og Fournier þróuðu þessa aðferð síðan áfram um 1978. Aukaverkanir svo sem blæðingar og svæfing voru aðalvandamálin. Húðlæknirinn Jeffrey A. Klein kom síðar með þá aðferð (tumescent liposuction) sem við þekkjum í dag sem byggir á staðdeyfingu og litlum holnálum með sogi. Þetta leysti þessi vandamál.

Fitusog er notað til þess að fjarlægja óvelkomna fitu eða fitufellingar. Stundum eru fellingar viðvarandi þrátt fyrir að viðkomandi sé í kjörþyngd. Algengt er að fitusogi sé beitt á neðanverða síðu búks, neðri hluta maga eða utanverðar mjaðmir. Aðrir algengir meðferðarstaðir eru háls, aukahaka og innanverð læri.

Gallar við fitusog eru aðallega að það er farið inn í fituvefinn með holnálum til að sækja fituna sem bíður upp á vissar aukaverkanir fyrir utan örmyndun eftir aðgerð. Eftir fitusog geta aðrar aukaverkanir fylgt á borð við bólgur og eymsli.

Hægt er að aftra þessu þegar um minni háttar fellingar er að ræða með því að framkvæma fitufrystingu. Sé um appelsínuhúð að ræða á svokölluð hljóðfitueyðing þó betur við. Séu fellingar mjög stórar þarf að íhuga svuntuaðgerð. Sérfræðilæknir þarf þá að meta hvað er hægt að gera hverju sinni.

Hvort sem um er að ræða fitufrystingu eða hljóðfitueyðingu þarf ekki að fá deyfingu eða svæfingu fyrir aðgerð. Meðferðirnar eru sársaukalausar og áhættulitlar þar sem þær krefjast ekki skurðaðgerðar á borð við þá sem að fitusog krefst. Meðferðirnar miða að því sem þú hefur hug á að bæta er varðar eigin húðheilsu.

 

Meðferðir tengdar fitusogi

 

Þægilegra andrúmsloft

Við viljum að þeim sem til okkar leita líði vel og leggjum metnað í að bjóða ávallt upp á nýjustu tækni og aðferðir.

Við veitum þér alltaf faglega ráðgjöf sérfræðilæknis eða sérfræðitannlæknis. Hringdu í síma 544-4450 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið timabokun@utlitslaekning.is og við höfum samband um hæl.

Persónuleg þjónusta

Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.

Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.

 

Grensásvegi 13,

108 Reykjavík

Sími: 544 4450
Opið frá 8 – 16
timabokun@utlitslaekning.is

Greinar

Fræðslumyndbönd og hundruð fræðslugreina eftir Dr. Bolla Bjarnason

Bolli Bjarnason dr.med. svarar spurningum um rósroða og æðaslit í andliti

| Húðsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Ritstjórn Kvennablaðsins skrifar Birt 3. jan, 2015 ÚTLIT & HEILSA Í þessari grein fáum við svör við ýmsum spurningum er varða rósroða og æðaslit í andliti. Það er húð- og…

Útlitslækningar reyna stundum á listræna hæfileika læknisins

| Húðsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Útlitslækning á Grensásvegi er kósí lækna- og tannlæknastofa sem veitir mjög persónulega þjónustu. Hún sinnir lýtahúðlækningum á breiðum skala, almennum húð- og kynsjúkdómalækningum, tann- og munngervalækningum, en einnig almennum tannlækningum.…

Húðflúr ekki hættulaust

| Lýtahúðlækningar | Engar athugasemdir
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu þann 26. ág. 2016: Húðflúr nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis og sífellt fleiri flúra stærri hluta líkamans. Svo virðist sem húðflúrlitir séu þó…

Velkomin á heimasíðu okkar!

Við erum lækningafyrirtæki. Síðu þessari er ætlað að veita faglega fræðslu varðandi eftirfarandi svið:

  • Lýtahúðlækningar (Cosmetic Dermatology)
  • Laserlækningar á húð (Lasers)
  • Húðlækningar (Dermatology)
  • Almennar tannlækningar (General Dentistry)
  • Tann- og munngervalækningar (Prosthodontics)
  • Kynsjúkdómalækningar (Venereology)
  • Fótaaðgerðafræði (Podiatry)

ATH

VIÐ VÖRUM VIÐ ÓLÖGLEGRI NOTKUN LASERA Á ÍSLANDI M.A. AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI ÁN LÆKNISMENNTUNAR!

Vegna fjölmargra kvartana hefur verið sett reglugerð á Íslandi um lasermeðferðir í fegrunarskyni sem bannar slíkar meðferðir án aðkomu viðeigandi sérfræðilæknis svo sem húðlæknis. Mörg nágrannalönd beita slíkum takmörkunum svo sem Danmörk sem krefur aðkomu húð- og kynsjúkdómalæknis. Ástæður þessa varða öryggi fólks hvað varðar rétta greiningu, val meðferðar, framkvæmd hennar svo og eftirfylgni.

Ýttu hér fyrir frétt Fréttablaðsins

Ýttu hér fyrir reglugerð Heilbriðgisráðuneytisins nr. 171/2021.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út