Dermapen® er meðferðarpenni sem beitir svokallaðri örnálun (microneedling, stundum kölluð „collagen induction therapy“) en hún er notuð til margvíslegra nota í húðinni og húðumhirðu (skin care).
Við Dermapen microneedling húðmeðferð eða örnálun er álitið að til verði endurnýjun í leðurhúðinni sem stinnir hana og minnkar minni háttar hrukkur og húðslit (stretch marks) auk þess að vinna á örum og opinni andlitshúð.
Stundum er hægt að beita efnum samfara sem fara þá inn í húðina í gegnum opin en þau geta haft margs konar áhrif. Hér má lesa meira um húðvörur.
Örnálun er gömul af nálinni og er stunduð víða um heim með nálarrúllum (microneedling rollers) sem stinga nálum inn í húðina.
Gallinn við nálarrúllurnar er að dýptin verður handahófskennd og minni svæði verða stundum út undan.
Mögulegar aukaverkanir (side effects) nálarúllu geta verið roði og bólga í húð við meðferðarsvæði.
Eftir því sem meðferðin er nákvæmari verður árangurinn betri. Penninn leysir þetta.
Við notum Dermapen eingöngu í völdum tilfellum þar sem reynsla okkar leiðir okkur yfirleitt meðferðalega inn á aðrar kraftmeiri brautir við þessum vandamálum og þá oftast til meðferða með fractional laser. Sú meðferð er jafnvel enn minna ágeng (minimally invasive) heldur en Dermapen.
Ný grein um örnálun (microneedling)