Skip to main content

Dermapen®

Dermapen® er meðferðarpenni sem beitir svokallaðri örnálun (microneedling, stundum kölluð „collagen induction therapy“) en hún er notuð til margvíslegra nota í húðinni og húðumhirðu (skin care). 

Við Dermapen microneedling húðmeðferð eða örnálun er álitið að til verði endurnýjun í leðurhúðinni sem stinnir hana og minnkar minni háttar hrukkur og húðslit (stretch marks) auk þess að vinna á örum og opinni andlitshúð.

Stundum er hægt að beita efnum samfara sem fara þá inn í húðina í gegnum opin en þau geta haft margs konar áhrif. Hér má lesa meira um húðvörur

Örnálun er gömul af nálinni og er stunduð víða um heim með nálarrúllum (microneedling rollers) sem stinga nálum inn í húðina.

Gallinn við nálarrúllurnar er að dýptin verður handahófskennd og minni svæði verða stundum út undan.

Mögulegar aukaverkanir (side effects) nálarúllu geta verið roði og bólga í húð við meðferðarsvæði.

Eftir því sem meðferðin er nákvæmari verður árangurinn betri. Penninn leysir þetta.

Við notum Dermapen eingöngu í völdum tilfellum þar sem reynsla okkar leiðir okkur yfirleitt meðferðalega inn á aðrar kraftmeiri brautir við þessum vandamálum og þá oftast til meðferða með fractional laser. Sú meðferð er jafnvel enn minna ágeng (minimally invasive) heldur en Dermapen.

 

Ný grein um örnálun (microneedling)

 

Meðferðir tengdar Dermapen

 

Þægilegra andrúmsloft

Við viljum að þeim sem til okkar leita líði vel og leggjum metnað í að bjóða ávallt upp á nýjustu tækni og aðferðir.

Við veitum þér alltaf faglega ráðgjöf sérfræðilæknis eða sérfræðitannlæknis. Hringdu í síma 544-4450 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið [email protected] og við höfum samband um hæl.

Persónuleg þjónusta

Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.

Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.

 

Grensásvegi 13,

108 Reykjavík

Sími: 544 4450
Opið frá 8 – 16

Greinar

Fræðslumyndbönd og hundruð fræðslugreina eftir Dr. Bolla Bjarnason

Óæskilegur hárvöxtur og meðferðir við háreyðingu

| Blog, Cosmetic Procedures, Facial Treatments, Húðsjúkdómar, Kynsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Skin Conditions, Snertiofnæmi, Specialized Treatments, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Hvers vegna vaxa áberandi hár á líkamanum? Margar ástæður eru fyrir áberandi hárvexti og nauðsynlegt er að greina hvort að undirliggjandi sé læknisfræðileg skýring fyrir honum. Útlitslega eru mest áberandi…

Rósroði, æðaslit og valbrá – Hvað þarf að vita

| Blog, Cosmetic Procedures, Facial Treatments, Húðsjúkdómar, Kynsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Skin Conditions, Snertiofnæmi, Specialized Treatments, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Hvað er rósroði, æðaslit og valbrá? Rósroði er sjúkdómur í andliti fólks sem einkennist af mismunandi áberandi æðum og roðaköstum. Stundum myndast bólur og/eða kýli en aðrar skýringar eru oft…

Velkomin til Útlitslækninga – Rósroði og æðaslit í andliti

| Húðsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Ritstjórn Kvennablaðsins skrifar Birt 3. jan, 2015 ÚTLIT & HEILSA Í þessari grein fáum við svör við ýmsum spurningum er varða rósroða og æðaslit í andliti. Það er húð- og…

Velkomin á heimasíðu okkar!

Við erum lækningafyrirtæki. Síðu þessari er ætlað að veita faglega fræðslu varðandi eftirfarandi svið:

  • Lýtahúðlækningar (Cosmetic Dermatology)
  • Laserlækningar á húð (Lasers)
  • Húðlækningar (Dermatology)
  • Almennar tannlækningar (General Dentistry)
  • Tann- og munngervalækningar (Prosthodontics)
  • Kynsjúkdómalækningar (Venereology)
  • Fótaaðgerðafræði (Podiatry)

ATH

VIÐ VÖRUM VIÐ ÓLÖGLEGRI NOTKUN LASERA Á ÍSLANDI M.A. AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI ÁN LÆKNISMENNTUNAR!

Vegna fjölmargra kvartana hefur verið sett reglugerð á Íslandi um lasermeðferðir í fegrunarskyni sem bannar slíkar meðferðir án aðkomu viðeigandi sérfræðilæknis svo sem húðlæknis. Mörg nágrannalönd beita slíkum takmörkunum svo sem Danmörk sem krefur aðkomu húð- og kynsjúkdómalæknis. Ástæður þessa varða öryggi fólks hvað varðar rétta greiningu, val meðferðar, framkvæmd hennar svo og eftirfylgni.

Ýttu hér fyrir frétt Fréttablaðsins

Ýttu hér fyrir reglugerð Heilbriðgisráðuneytisins nr. 171/2021.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út