Skip to main content
HúðsjúkdómarSnertiofnæmi

Líf­rænt ekki endi­lega betra fyr­ir húðina

Eftir september 1, 2016desember 7th, 2020Engar athugasemdir

Eftirfarandi grein birtist á Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is þann 31. ág. 2016:

Líf­rænt ekki endi­lega betra fyr­ir húðina

ekki-endilega-betra

„Þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvör­ur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ seg­ir dr. Bolli Bjarna­son um líf­rænt vottaðar húðvör­ur.

„Líf­rænt vottaðar húðvör­ur ættu frek­ar að verða fyr­ir val­inu út frá um­hverf­is­sjón­ar­miði en þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvör­ur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ seg­ir dr. Bolli Bjarna­son, húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir hjá Útlits­lækn­ingu ehf., þegar hann er spurður út í hvort líf­rænt vottaðar húðvör­ur séu betri en aðrar húðvör­ur. Hann svar­ar þá neit­andi aðspurður hvort að hann hafi orðið var við það að fólk sem noti líf­ræn­ar húðvör­ur sé með betri húð en þeir sem gera það ekki.

„En kost­ur­inn við nátt­úru­leg ósnert efni er visst ör­yggi þar sem ekki hef­ur verið hróflað við nátt­úr­unni. Gall­inn við efni sem ekki eru nátt­úru­leg er ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar þar sem nátt­úr­an ger­ir vænt­an­lega ekki ráð fyr­ir að við séum að hrófla við henni,“ út­skýr­ir Bolli.

En Bolli mæl­ir með að fólk skoði vel hvaða inni­halds­efni leyn­ast í þeim húðvör­um sem það not­ar. Hjá þeim sem kann­ast við að fá of­næmisviðbrögð að ein­hverju tagi, get­ur reynst gott að þekkja efn­in sem valda óþæg­ind­um, eða of­næm­is­vak­ana eins og það er kallað. „Fái fólk of­næmi fyr­ir of­næm­is­vaka í slík­um vör­um get­ur of­næmið staðið mjög lengi, jafn­vel ævi­langt. Það er stund­um ekki nóg fyr­ir viðkom­andi að nota ekki húðvör­ur með of­næm­is­vak­an­um því hægt er að kom­ast í snert­ingu við hann í gegn­um aðrar vör­ur, t.d. ilm­vatn sem aðrir nota. Það get­ur verið mjög baga­legt þegar fólk nær ekki að forðast snert­ingu við of­næm­is­vak­ann, t.d. í vinnu­um­hverfi.“

Inni­halds­lýs­ing­ar geta verið óskýr­ar

En því miður get­ur verið hæg­ara sagt en gert að kom­ast að því hvort of­næm­is­vak­ar séu þeim í húðvör­um sem fólk með of­næmi vill nota að sögn Bolla. Þá reynst vel að kynna sér tvö atriði. „Núm­er eitt er að reyna að átta sig á því hvort inni­halds­lýs­ing vör­unn­ar sé tæm­andi. Hún er  það oft ekki. Al­geng­ustu full­nægj­andi merk­ing­arn­ar eru:

  • „ingredients“
  • „acti­ve ingredient(s)“ og „inacti­ve ingredient(s)“ eða
  • „acti­ve ingredient(s)“ og „ot­her ingredient(s)“.

Núm­er tvö er svo að þekkja nöfn of­næm­is­vak­anna en því miður geta sam­heit­in verið ansi mörg fyr­ir hvern og einn of­næm­is­vaka og talið í tug­um ef ekki hundruðum. Og því miður er ein­göngu hluti of­næm­is­vaka þekkt­ur í dag.“

Nán­ari fræðslu um of­næmi, of­næm­is­próf og al­genga snerti­of­næm­is­vaka ásamt sam­heit­um snerti­of­næm­is­vaka er að finna í sér­stöku yf­ir­liti á heimasíðu Útlits­lækn­ing­ar und­ir flip­an­um „snerti­of­næmi“, www.utlitslaekn­ing.is.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út