Skip to main content
Snertiofnæmi

Amidoamine (stearamidopropyl dimethylamine)

Eftir mars 26, 2013Engar athugasemdir

Amidoamine er efni sem er myndað úr fitusýrum og díamínum. Það er grunnefni í sumum snyrti- og hreinlætisvörum. Þannig er þennan ofnæmisvaka mögulega að finna í sápum, sjampóum, hárnæringum og ýmsum snyrtivörum.

Amidoamine er að finna sem milliefni (intermediate) við framleiðslu sumra yfirborðsefna (surfactants) eins og cocamidopropyl betaine (sjá sér flipa) sem er mikið notað í sápur og sjampó vegna freyðandi eiginleika sinna.

Sumar rannsóknir benda til að ofnæmi fyrir vörum sem innihalda cocamidopropyl betaine sé í reynd í mörgum tilfellum vegna amidoamíns. Þar sem um megnun af efninu getur verið að ræða við framleiðslu cocamidopropyl betaines er ráðlagt að forðast vörur sem innihalda cocamidopropyl betaine. Slíkt er þó í reynd erfitt þegar um sápur eða sjampó er að ræða þar sem cocamidopropyl betaine er að finna mjög víða í slíkum vörum. Sé eigi unnt að forðast vörur með cocamidopropyl betaine er rétt að reyna að afla upplýsinga frá framleiðendum hvort möguleg sé mengun vegna amidoamíns. Fáist eigi slíkar upplýsingar er rétt að prófa vörur með cocamidopropyl betaine frá virtum framleiðendum og eina í einu til að komast að því hvort maður þoli vöruna sem þá inniheldur lítið eða ekkert amidoamine.

Rétt er að geta þess að a.m.k. sjampóið Physiogel hypoallergen shampoo frá Stiefel (innflytjandi Glaxo) og flösusjampóin Dermatín® og Fungoral® eru án cocamidopropyl betaines og amídóamíns en ráðlagt er að lesa samt innihaldslýsingar til öryggis breytist þær.

Amidoamine gengur einnig stundum undir eftirfarandi heitum:

 • N-(3-(dimethylamino)propyl)octadecanamide
 • Octadecanamide,N-(3-(dimethylamino)propyl)
 • N,N-dimethyl-3-octadecanoylaminopropylamine
 • N,N-dimethyl-N-(3-stearamidopropyl)amine
 • N-(3-dimethylaminopropyl)octadecamide
 • Octadecanoylamidopropyldimethylamine
 • Stearic acid,3-dimethylaminopropylamide
 • Dimethylaminopropyl stearamide
 • Stearamidopropyl dimethylamine
 • Tegamine S 13
 • EINECS 231-609-1
 • Lexamine S 13
 • NSC 86167

Sjá einnig: Amidoamine

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út