Skip to main content
Snertiofnæmi

2,6-Ditert-butyl-4-cresol (BHT)

Eftir júlí 2, 2012ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

BHT er þráavarnarefni (antioxidant) sem er stundum að finna í matvælum eins og morgunkorni, ís, tyggjó, ávöxtum og drykkjum.

Bætiefnum (food additives) í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. BHT hefur E númerið 321 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm.

BHT er að finna í:

  • snyrtivörum
  • vörum sem innihalda vaselín
  • útvortis lyfjum eins og kremum
  • dýrafóðri
  • plasti
  • lími
  • gúmmíi.

Það getur valdið loftbornu snertiofnæmi (airborne allergic contact dermatitis) og aflitað húð.

BHT getur valdið krossofnæmi við deyfilyfið lidocaine þannig af hafi maður ofnæmi fyrir öðru hvoru efninu hefur maður einnig ofnæmi fyrir hinu.

BHT er varðveisluefni (stabilizer) með lyktarefninu „Lyral“ (sjá sér flipa um þetta efni) og er því stundum að finna í vörum sem innihalda lyral.

BHT gengur m.a. undir eftirfarandi heitum:

  • 2,6‐bis(1,1‐dimethylethyl)‐4‐methylphenol
  • 2,6‐di‐tert‐butyl‐1‐hydroxy‐4‐methylbenzene
  • 2,6‐di‐tert‐butyl‐4‐methylphenol
  • 3,5‐di‐tert‐butyl‐4‐hydroxytoluene
  • 4‐hydroxy‐3,5‐di‐tert‐butyltoluene
  • 4‐methyl‐2,6‐di‐t‐butyl‐phenol
  • Annulex BHT
  • Antracine 8
  • Bis(1,1‐dimethylethyl)‐4‐methylphenol
  • BHT
  • Butylhydroxytoluene
  • Butylated hydroxytoluene
  • Catalin CAO‐3
  • Dalpac
  • Dibutylated hydroxytoluene
  • Di‐n‐butyl hydroxytoluene
  • Di‐tert‐butyl‐p‐cresol
  • DBPC
  • Embanox BHT
  • Hydagen DEO
  • Impruvol
  • Ionol CP
  • Sustane
  • Tenox BHT
  • Topanol OC and 0
  • Vianol

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út