Skip to main content
Snertiofnæmi

2-tert-butyl-4-methoxyphenol (BHA)

Eftir júlí 2, 2012ágúst 16th, 2022Engar athugasemdir

BHA er þráavarnarefni (antioxidant) sem er stundum að finna í matvælum eins og morgunkorni, ís, tyggjó, ávöxtum og drykkjum.

Bætiefnum (food additives) í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. BHA hefur E númerið 320 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm.

BHA er að finna í:

 • snyrtivörum
 • vörum sem innihalda vaselín
 • útvortis lyfjum eins og kremum
 • dýrafóðri
 • plasti
 • lími
 • gúmmíi.

Það getur valdið loftbornu snertiofnæmi (airborne contact allergy) og aflitað húð.

BHA gengur m.a. undir eftirfarandi heitum:

 • 3‐tert‐butyl‐4‐hydroxyanisole (nafnið BHA er dregið af þessu heiti)
 • 4‐methoxy‐2‐t-butylphenol
 • Antrancine 12
 • Embanox
 • Nipantiox 1‐F
 • Phenol (1,1‐dimethylethyl)‐4‐methoxy
 • Sustane 1‐F
 • Tenox BHA
 • Vyox

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

  * þýðir að þú þarft að fylla út