Snertiofnæmi

Potassium dichromate (króm)

Eftir maí 30, 2012 Engar athugasemdir

Þessi ofnæmisvaki er leysanlegt krómsalt. Svokallað metalískt króm veldur ekki ofnæmi þar sem það hefur oxað yfirborð.

Ofnæmisvakann er að finna m.a. í:

 • sútuðu leðri
 • sementi
 • málningu
 • ýmsum málmhlutum í umhverfinu

Það getur verið að finna í:

 • lími
 • bílum
 • klór
 • bláu bleki
 • múrsteinum
 • keramík
 • krómstáli
 • ljósritunarpappír
 • efnivið til tannlækninga eða bæklunarlækninga
 • hreinsiefnum
 • rafhlöðum
 • augnskugga
 • gólfvaxi
 • lími
 • grænum litum
 • bleki
 • mascara
 • eldspýtum
 • gangráðsvírum
 • málningu (sérl grænni, appelsínugulri og gulri)
 • litaframköllunarvökvum
 • litarefnum
 • biljardborðsdúkum
 • skóáburðum
 • ryðfríu stáli
 • grænum míkrólitum (tattoo)
 • hergrænum fatalit
 • vítamíni
 • rotvarnarefnum fyrir við

Forðast ber allt úr sútuðu leðri eins og belti, hanska, skó o.s.frv.

Lýst hefur verið versnun húðútbrota við inntöku króms.

Króm gengur oft einnig undir eftirfarandi nöfnum:

 • Chromate
 • Chromite
 • Dipotassium dichromate (eða Bichromate)
 • Chromium compounds
 • Chromium oxide
 • Chromiumog Chromium salts
 • Chromium metal eða Chrome
 • Chromic acid salts
 • Potassium bichromate
 • Potassium dichromate