Skip to main content
Snertiofnæmi

Kóbalt (Cobalt (II) chloride hexahydrate EÐA cobalt dichloride)

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Kóbalt er málmur sem er að finna víða í umhverfi okkar. Hann er notaður m.a. í:

  • rennilása
  • lykla
  • eldhúsáhöld
  • skartgripi
  • greiður
  • hnappa
  • sement
  • keramik
  • hreinsivörur
  • svitalyktareyða
  • hárlitunarefni
  • snyrtivörur
  • málningu fyrir gler og postulín til að framkalla bláan lit
  • efnivið til tannlækninga (dental biomaterials) í bæklungarlækningum

Hann er að finna í B12 vítamíni og stundum í mat .

Hann er stundum notaður í:

  • alls kyns iðnað til að búa til lit
  • í polyesteriðnað
  • akrýlataiðnað
  • gúmmíiðnað
  • prentblek
  • húðflúr

Reyna má að aftra snertingu við þennan málm með hönskum eða með því að hylja það sem inniheldur málminn, t.d. með því að setja plasthylki á lykla. Til eru eðalskartgripir án kóbalts.

Lýst hefur verið versnun útbrota eftir inntöku kóbalts.

Kóbalt gengur stundum undir nöfnunum:

  • cobalt blue
  • cobalt chloride
  • cobaltous chloride
  • cobalt (II) chloride hexahydrate

Hann er oft í blöndum með nikkel og þannig finnast þessir málmar oft saman í sömu vörunni.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út