Skip to main content
Snertiofnæmi

2-mercaptobenzothiazole

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Þennan ofnæmisvaka er að finna í gúmmíframleiðslu og getur hann verið til staðar í náttúrulegu gúmmíi, bútýlgúmmíi, nítril og neoprene. Hann er að finna víða, t.d. í:

  • límböndum
  • plástrum
  • efnum sem vinna gegn ryði og frosti
  • blöðrum
  • sementi
  • smokkum
  • hreinsiefnum
  • heyrnartólum
  • teygjanlegum fatnaði
  • rafmagnssnúrum
  • strokleðrum
  • sveppadrepandi efnum
  • garðslöngum
  • hönskum
  • lími fyrir leður og plast
  • lækningavörum
  • gúmmíböndum og fatnaði
  • gúmmíhandföngum og tólum
  • gúmmíkoddum og lökum
  • skóm, stígvélum
  • öryggisgleraugum
  • stuðningssokkum
  • sundfatnaði og gleraugum
  • hjólbörðum og slöngum
  • leikföngum
  • dýralyfjum

Vörur sem innihalda þennan ofnæmisvaka eru stundum merktar með eftirfarandi nöfnum:

  • 2-benzothiazolethiol
  • 2-benzothiazolinethione
  • Benzothiazole-2-thione
  • 2-benzothiazolylmercaptan
  • Captax
  • Dermacid
  • MBT
  • Mertax
  • Nocceler M
  • Rotax
  • Thiotax

Ráðlegt er að lesa á innihaldslýsingu sem fylgir viðkomandi vöru og ef um þennan ofnæmisvaka er að ræða að nota þá frekar vöru úr:

  • vinyl
  • plasti
  • leðri
  • við
  • spunavöru
  • silikoni
  • polyurethane
  • polyethylene
  • akrýlötum

Náttúrulegt gúmmílatex (natural rubber latex) inniheldur ekki þennan ofnæmisvaka sé um hreina framleiðslu að ræða.

Þennan ofnæmisvaka er gjarnan að finna í gúmmískófatnaði. Hér eru nokkrar ráðleggingar:

  • Veljið frekar leðurskó eins og mokkasíur eða viðarklossa með engu innra gúmmíi eða gúmmísólum.
  • Gætið þess að leðurskór geta innihaldið ofnæmisvakann í sólum, líningum eða í lími.
  • Notið innlegg án ofnæmisvakans.
  • Hendið sokkum sem kunna að hafa mengast af ofnæmisvakanum í gúmmíí í skófatnaði því illa gegnur að þvo ofnæmisvakann úr þeim.
  • Spyrjið um gúmmífría skó í skóbúðum.
  • Kannið á netinu með verslanir sem kunna að selja gúmmífría skó.
  • Gangi ykkur illa að finna skófatnað, snúið ykkur þá til læknis.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út