- Stinnir og þéttir húðina sem dregur úr umfangi hennar í nokkrum meðferðarskiptum.
- Endurmótar líkamslínur.
- Dregur úr appelsínuhúð með nokkrum meðferðum.
- Þægileg og örugg meðferð með heitu nuddi.
- Vægur roði eftir meðferð.
- Unnt er að fara beint til vinnu að lokinni meðferð.
- Yfir 10 þús. meðferðir eru framkvæmdar daglega að meðaltali í heiminum og yfir 5 millj. manna hafa verið meðhöndlaðir með yfir 8 þús. vélum.
- Yfir 40 rannsóknagreinar fjalla um þetta.
VELASHAPE III®
Við hverju er Velashape III notað?
Velashape III er tækjabúnaður með 2 ólíkum meðferðarhausum þar sem hvor um sig er notaður til þess að:
A. vinna gegn slakri húð (Slök húð t.d. í andliti, á hálsi, yfir kvið, bringu eða á útlimum¨) með því að þétta, stinna og endurmóta hana hvar sem er á líkamanum, svo sem á kvið, til hliðar við brjóst, á útlimum , rass og undirhöku.
Meðferðin leiðir til:
- Grennri, stinnari og jafnaðri húðar útlima, ekki síst mjaðma og læra, rassskinna, maga og síða (love handles).
- Betri lögunar líkamans með útlitslegri yngingu.
- Stinnari húðar á hvaða svæðum sem er svo sem þeim sem verða fyrir áhrifum þyngdartaps eða fæðingar.
B. vinna gegn appelsínuhúð (link: „Appelsínuhúð (cellulite) og fitufellingar“).
Meðferðin leiðir til:
Sléttari húðar þar sem meðferðin dregur úr ójafnri húð.
Hver er tæknin á bak við Velashape III?
Elōs® og FACES ™ og Endermologie™ liggja að baki þessari meðferð. Velashape III beitir svokallaðri elōs Plus tækni sem sameinar alla þessa tækni.
Til einföldunar má segja að þessir þættir vinni saman við meðferðina:
- vískauta útvarpsbylgjur (bipolar radiofrequency) sem myndar hátíðnirafsegulorku (high-frequency electromagnetic energy) og
- púlssog (pulsed vaccum).
Þegar um meðferð gegn appelsínuhúð er að ræða þá bætast við þessir 2 þættir:
- innrauð ljósorka (infrared light energy) og
- sérstakur rúllubúnaður (mechanical rollers).
Syneron sem framleiðir Velashape er brautryðjandi í notkun útvarpsbylgna fyrir líkamsmótun (body shaping)
Hver er munurinn á Velashape III og öðrum Velashape gerðum, t.d. Velashape II.
Velashape kom á markað 2005 undir nafninu Velasmooth og hefur verið í síþróun, Velashape III er nýjasta gerðin. Borið saman við Velashape II hefur orðið ansi mikil breyting:
Velashape II |
Velashape III |
|
Not: |
Appelsínuhúð, til að draga úr umfangi læra. |
Einnig FDA samþykki fyrir notkun til að draga úr umfangi kviðs |
Meðferðarhaus fyrir appelsínuhúð (Vsmooth) |
||
Orka tvískauta útvarpsbylgna mest |
60W |
150 W |
Innrauð ljósorka mest |
35W með optical ljósi |
Allt að 3.3W með LED ljósi |
Ljós spectrum |
700-2000nm |
850nm |
Sog |
Púls |
Púls |
Meðferðarsvæði |
25mmx47mm |
40mmx40mm (með rúllubúnaði) |
Meðferðarhaus til húðstinningar/endurmótunar (Vcontour) |
||
Orka tvískauta útvarpsbylgna mest |
23W |
150W |
Innrauð ljósorka mest |
20W með optical ljósi |
Allt að 1.7W með LED ljósi. |
Ljós spectrum |
700-2000nm |
850nm |
Sog |
Púls |
Púls |
Meðferðarsvæði |
1 haus: 30mmx30mm |
3 hausar: 10mmx13mm 25mmx30mm 25mmx50mm |
Framleiðandi Velashape í Bandaríkjunum segir m.a. aðalmun milli Velashape II og III felast í miklu meiri orku Velashape III sem geri mögulegt að ná hraðar viðeigandi hitastigi meðferðar og einnig að halda því. Þetta tvennt gefur betri og öruggari árangur. Þá segir framleiðandinn að sumir einstaklingar sem svöruðu ekki Velashape II hafi vefjaviðnám sem Velashape II ræður ekki við en að allir slíkir einstaklingar svari Velashape III.
Þannig er ljóst að Velashape III er mjög orkumikið tæki sem er margfallt orkumeira en Velashape II.
Metur Velashape hitann í húðinni samhliða meðferð?
Í Velashape III er sérstakur nemi sem nemur við húðina og metur hitastig hennar á meðan á meðferð stendur. Hann veitir tölvubúnaði Velashape III og meðferðaraðila mikilvægar upplýsingar til að veita viðeigandi meðferð sem eykur öryggi meðhöndlaðra með að aftra ofhitnun.
Er aðferðin hugsuð fyrir allar húðgerðir?
Já. Fólk með Fitzpatrick húðtýpu IV-VI hefur þó meðferð með prufusvæði sem metið er stuttu síðar til að meta hvort líklegt sé að viðkomandi þoli meðferð án aukaverkana.
Er tvöföld meðferð í boði?
Já, þurfi að hraða árangri er unnt að beita sömu meðferð tvisvar við sömu komu þegar verið er að minnka umfang kviðs.
Hve langan tíma tekur meðferðin?
Hún tekur mjög mismunandi langan, allt frá 20 mín. upp í 1 klst.
Ástæður mismunandi tímalengdar er mismunandi umfang meðferðar.
Meðferðir eru ólíkar eftir tilfellum og geta fjallað um:
A. að minnka ummál og slakleika og endurmóta líkamslínur,
B. að vinna á appelsínuhúð,
C. bæði A og B og
D. að vinna í sömu komu á slakleika, appelsinuhúð og húðfitu.
Þá eru meðferðarsvæði mismuandi stór eftir tilfellum.
Þegar verið er að beita meðferð skv. lið A að ofan á kvið er hægt að veita 2 sams konar meðferðir við sömu komu sem lengir meðferðartíma (sjá að ofan).
Eftir fyrstu meðferð færð þú betri upplýsingar frá meðferðaraðila hve langs tíma má vænta fyrir komur í þínu tilfelli.
Er þetta sársaukalaus meðferð?
Já. Flestum finnst meðferðin þægileg þegar þeir upplifa djúpt heitt nudd. Sé hitinn óþægilegur er hann lækkaður.
Eru aukaverkanir algengar?
Þær eru mjög óvanalegar.
Hverjar eru mögulegar aukaverkanir?
Vissar aukaverkanir geta komið fram meðan á meðferð stendur eða fljótlega eftir hana. Þær eru tímabundnar en þú skalt hafa strax samband við okkur símleiðis og með því að senda tölvupóst á [email protected] verði vart við þær því við fylgjum stíft eftir öllum mögulegum aukaverkunum læknisfræðilega. Á lokunartíma sendir þú okkur tölvupóst á [email protected] og leitar á læknavakt eða á heilsugæslustöð.
Aukaverkanir geta verið:
- Verkur.
- Mikill húðroði (minni háttar roði er eðlilegur).
- Hitatilfinning sem gengur niður fljótlega en eykst ekki með tímanum.
- Breyting á náttúrulegri húðáferð svo sem myndun skorpu, blaðra eða bruna.
- Hárreyting (hair pulling) vegna rúllubúnaðar við meðferð appelsínuhúðar.
- Mar.
Ath.: Við öllum aukaverkunum nema þeirri síðast töldu skaltu beita strax kælingu svo sem með ísmolum í plastpoka umvöfnum mjög þunnri sótthreinsaðri grisju. Hafir þú ekki slíka grisjur getur þú sótthreinsað t.d. þunnt léreft svo sem hluta rúmlaks í sjóðandi vatni og notað í stað slíkra grisja.
Hve lengi er ég að jafna mig eftir meðferðina?
Fólk jafnar sig mjög fljótt eftir meðferðina. Það er eðlilegt að finna fyrir hitatilfinningu í nokkrar klukkustundir. Roði gengur yfir á nokkrum klst.
Forðist ofhitun eftir meðferðir svo sem með heitum potti, sundlaug, jacuzzi, gufubaði o.s.frv. Forðist einnig það sem getur framkallað líkamlegan skaða (physical damage) svo sem vissar íþróttaæfingar (sjá „Hvernig sinnir maður húðinni eftir meðferðina“ hér að neðan).
Hver er árangurinn?
Í klínískum rannsóknum greindu skv. framleiðanda 85% af meðhöndluðum frá 1,5 – 13,5 cm minna umfangs læra og kviðs að lokinni meðferð en flestir náðu a.m.k. 2,5 cm minna umfangi.
Hve margar meðferðir þarf til að fá fram árangur?
Oft eru teknar 3 meðferðir á 2ja vikna fresti til að fá fram árangur. Appelsínuhúð getur krafist fleiri meðferð allt eftir umfangi.
Hvenær kemur árangurinn fram?
Sumir sjá árangur jafnvel 2 vikum eftir meðferð. Toppárangur er þó álitinn koma fram 8-10 vikum eftir meðferð. Áferðarmunur getur komið fram eftir hverja meðferð.
Eftir lokameðferð gegn appelsínuhúð er ágrangur mest áberandi 6-8 vikum eftir meðferðina.
Hversu oft er æskilegt að viðhalda árangri með endurteknum meðferðum?
Á 2-3 mán. fresti.
Get ég gert eitthvað til að viðhalda betur árangri?
Já. Árangur heldur sér lengur með heilbrigðum lífsstíl og íkamsþyngd, reglulegum líkamsæfingum og teygjum með viðeigandi rakakremi til að viðhalda teygjanleika húðar.
Hvað er farið yfir í æskilegu undirbúningsviðtali fyrir meðferðina?
- Hvort meðferðin henti viðkomandi. Meðferðin gefur takmarkaðan árangur hjá fólki sem hefur líkamsþyngdarstuðul (BMI eða body mass index) >30 og því er meðferð ekki ráðlögð hjá þeim hópi. Stuðulinn er hægt að reikna hér: https://mni.is/mni/calculations.aspx
- Sjúkra- og líkamssögu.
- Frábendingar sem eru ástæður fyrir því að meðferð er ekki veitt (sjá neðar).
- Hvers vegna leitast er eftir meðfeð og að væntingar séu raunhæfar.
- Meðferðarreglur og dæmigerðar meðferðarniðurstöður.
- Hugsanlegar aukaverkanir, óþægindi og hvernig brugðist er við þessu.
- Öryggisatriði.
Hvernig undirbýr maður sig fyrir meðferðina?
- Komdu með hreina og þurra húð án húðkrema, ilmvatns, brúnkukrema og rakstursvara. Stöðva þarf meðferð virkra efna fyrir húðina sama hvort um sé að ræða inntöku svo sem með isotretinoin eða með útvortis kremi svo sem tretinoin nokkru fyrir meðferðina (sjá einnig frábendingar að neðan).
- Vertu með eins hárfría húð og hægt er en ekki þannig að hún sé ert eftir t.d. rakstur eða vax. Þú getur rakað degi áður og vaxað a.m.k. 3-4 dögum áður.
- Forðastu segavarnarlyf svo sem Magnýl, Íbúfen eða Voltaren allan meðferðartímann ef læknisfræðilegt ástand leyfir það og SAMÞYKKI LÆKNIS SEM ÁVÍSAR LYFINU LIGGUR FYRIR. Þau auka líkindi marbletta. Sjá nánar frábendingar.
- Það er ekki æskilegt að meðhöndla kvið innan klukkustundar eftir máltíð.
- Forðastu koffein, áfengi og passaðu að vökva þig vel fyrir meðferðina en þó ekki stuttu áður en þú kemur í hana. Margfaldaðu þyng þína í kg með 0,037 og þá færðu lítra sem þú ættir að drekka að lágmarki. Þannig drekkur 70 kg maður a.mk. 70 x 0,037 = 2,6 lítra.
- Drink half of your body weight in ounces of water for two or three days prior and post treatment
Hvernig fer meðferðin fram?
Meðferðin hefst stundum á því að teiknaðar eru útlínur meðferðarsvæðis og síðan er sérstakri húðmjólk úðað á meðferðarsvæðið.
Eftir þetta er viðeigandi meðferðarhaus settur á svæðið. Hann gefur púlsa og í sumum tilfellum einnig sog þegar verið er að stinna húðina en aukalegan hita og sog með rúllubúnaði þegar verið er að meðhöndla appelsínuhúð. Hausinn er síðan hreyfður til á milli svæða eftir ákveðnum fyrirfram ákveðnum kerfum framleiðandans allt eftir því hvað verið er að framkvæma.
Hvernig sinnir maður húðinni eftir meðferðina?
- Þú ættir að auka vökvainntöku í 1-2 daga eftir meðferð og nota stór glös.
- Þú getur sinnt öllu strax sem fyrir meðferðina en ættir að forðast hita á meðferðarsvæðunum, svo sem heita potta, Jacuzzi og heitt Jóga.
- Sumir ráðleggja að forðast áfengi í 3 daga eftir meðferð og að nudda meðferðarsvæðið x2-3 daglega í 5-10 mín.
Hverjar eru frábendingar (ástæður fyrir því að meðferð sé ekki veitt)?
- Gangráður (pacemaker) eða innra hjartastuðtæki (internal defibrillator).
- Yfirborðsmálmhlutir eða ígræddir hlutir (impants) á meðferðarsvæðinu.
- Saga um húðkrabbamein eða núverandi saga um annað krabbamein eða breytingar í fæðingarblettum (pre-malignant moles).
- Saga um hvaða krabbamein sem er.*
- Alvarlegar samhliða aðstæður svo sem hjartasjúkdómar.
- Meðganga, brjóstagjöf, tímabil sem er innan við 4-5 mán. frá eðlilegri fæðingu eða innan 6 mán. eftir keisaraskurði. Eðlilegt hormónajafnvægi eftir fæðingu þarf að hafa náðst.
- Truflað ónæmiskerfi vegna ónæmisbælandi sjúkdóma svo sem AIDS, HIV eða notkun ónæmisbælandi lyfja.*
- Sjúkdómar sem örvast af ljósi.*
- Sjúklingar með sjúkdóma sem örvast af hita svo sem áblástur (herpes simplex) eða ristill (herpes zoster) á meðferðarsvæðinu. Látið meðferðarlækni vita svo unnt sé að veita fyrirbyggjandi meðferð samhliða en hún er oft hafin stuttu fyrir meðferðina.
- Innkirtlasjúkdómar þar sem viðunandi meðferðarárangri er ekki náð, svo sem sykursýki.
- Virkt ástand á meðferðarsvæðum svo sem sýkingar, sóri, exem og útbrot.
- Saga um húðsjúkdóma, örbrigsli, óeðlilega sáragræðslu sem og mjög þurra og viðkvæma húð.
- Saga um blóðstorknunarkvilla eða notkun segavarnarlyfja.*
- Notkun lyfja, jurta, fæðubótarefna og vítamína sem vitað er að valda ljósnæmi á þeim bylgjulengdum sem notaðar eru. Meðal slíkra lyfja má nefna Isotretinoin (m.a. sérlyfin Decutan eða Isotretinoin) en slíkri meðferð þarf að hafa verið lokið a.m.k. 6 mán. fyrir meðferð en 2 vikur nægja fyrir tetracýklín lyf svo sem doxýcýklín (sérlyfjaheiti eru m.a. Doxylín og Doxycyklín) eða Jóhannesarjurt.*
- Skurðaðgerðir á meðferðarsvæðinu á síðustu 3 mán. eða ef fullur gróandi hefur ekki náðst.
- Húðflúr eða varanlega förðun á meðferðarsvæðinu.
- Æðahnútar á meðferðarsvæðinu.
- Aðrar ástæður skv. ákvörðun meðferðarlæknisins en það er hans að meta hvers kyns ástand sem kann að draga úr öryggi viðkomandi. Vinsamlegast sjáið það sem segir um virk efni hér að ofan í kaflanum „Hvernig undirbýr maður sig fyrir meðferðina?“.
(*) Þó ekki sé mælt með meðferð vegna þessa þáttar, þá er hægt að meðhöndla viðkomandi þrátt fyrir þessa frábendingu sé heimild meðferðarlæknis til staðar. Í slíkum tilfellum ætti að meðhöndla lítið svæði og meta hversu vel viðkomandi þolir meðferðina nokkrum dögum síðar til að aftra aukaverkunum af fullri meðferð. Prófblettir geta þó ekki sagt til um til langvarandi aukaverkanir.
Af athygli kunna að vera greinarnar:
Kælifitueyðing (cryolipolysis)
Meðferð með ELOS og Endermologie
Þægilegra andrúmsloft
Við viljum að þeim sem til okkar leita líði vel og leggjum metnað í að bjóða ávallt upp á nýjustu tækni og aðferðir.
Við veitum þér alltaf faglega ráðgjöf sérfræðilæknis eða sérfræðitannlæknis. Hringdu í síma 544-4450 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið [email protected] og við höfum samband um hæl.
Persónuleg þjónusta
Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.
Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.
Greinar
Fræðslumyndbönd og hundruð fræðslugreina eftir Dr. Bolla Bjarnason
Velkomin á heimasíðu okkar!
Við erum lækningafyrirtæki. Síðu þessari er ætlað að veita faglega fræðslu varðandi eftirfarandi svið:
- Lýtahúðlækningar (Cosmetic Dermatology)
- Laserlækningar á húð (Lasers)
- Húðlækningar (Dermatology)
- Almennar tannlækningar (General Dentistry)
- Tann- og munngervalækningar (Prosthodontics)
- Kynsjúkdómalækningar (Venereology)
- Fótaaðgerðafræði (Podiatry)
ATH
VIÐ VÖRUM VIÐ ÓLÖGLEGRI NOTKUN LASERA Á ÍSLANDI M.A. AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI ÁN LÆKNISMENNTUNAR!
Vegna fjölmargra kvartana hefur verið sett reglugerð á Íslandi um lasermeðferðir í fegrunarskyni sem bannar slíkar meðferðir án aðkomu viðeigandi sérfræðilæknis svo sem húðlæknis. Mörg nágrannalönd beita slíkum takmörkunum svo sem Danmörk sem krefur aðkomu húð- og kynsjúkdómalæknis. Ástæður þessa varða öryggi fólks hvað varðar rétta greiningu, val meðferðar, framkvæmd hennar svo og eftirfylgni.
Ýttu hér fyrir frétt Fréttablaðsins
Ýttu hér fyrir reglugerð Heilbriðgisráðuneytisins nr. 171/2021.