Skip to main content

Húðvörur

Húðin er stærsta líffæri líkamans og mikilvægt að huga að
heilsu hennar. Vissar húðvörur geta hjálpað hér til en mikilvægt
getur reynst að fá ráðleggingar sérfræðings svo valið sé rétt.

Til að spara fólki sporin höfum við tekið saman upplýsingar um helstu tegundir húðvara.

Sólvarvarnir 
Þær eru með sólarvarnarþætti (SPF eða sun protection factor) 50 eða 100 fyrir bæði útfjólubláa geislun af gerð A og B (ultraviolet A and B rays eða UVA og UVB).
Sólvarvörn skiptir miklu máli til að aftra að útfjólubláir geislar nái inn í húðina og valdi skaða eins og krabbameini og aldursbreytingum.
Til eru tvenns konar varnir, svokallaðar mekaniskar og efnafræðilegar en nánar er fjallað um sólarvarnir í þessu myndskeiði.
Einnig er hægt að lesa meira um mikilvægi sólarvarna hér.

Mikilvægt er að aftra því að nota vörur sem innihalda algenga ofnæmisvaka til að minnka líkindi á ofnæmismyndun.
Nánar er fjallað um algengustu snertiofnæmisvakana hér.
Leiki grunur um ofnæmi gæti ofnæmispróf átt við.

Rakakrem
Til eru feit krem sem skila sér einstaklega vel inn í húðina og notast á líkama og útlimi.
Fitulítið krem án olíu. Slíkt krem inniheldur eingöngu 7,5% fitu sem eykur raka í húðinni án þess að ýta á bólumyndun.
Hér skiptir valið miklu máli m.t.t. mögulegrar ofnæmismyndunar eins og fjallað er um í kaflanum um sólarvarnir hér að ofan.

Plástrar
Til eru nokkrar helstu gerðir plástra:

  • Venjulegir plástrar með grisju sem anda vel
  • Þykkir plástrar með grisju sem vernda vel undirlag
  • Mjög litlir plástrar fyrir andlit
  • Vatnsheldir plástrar
  • Ræmuplástrar (e. strip) sem eru sérstaklega fluttir
    inn því þeir eru breiðir og halda sárum vel saman.

Nikkelpróf (e. nickel spot test) 
Þetta próf er mikilvægt fyrir sjúklinga sem hafa ofnæmi fyrir nikkel.
Við látum sérstaklega blanda fyrir okkur lausn erlendis sem er notuð til að komast að því hvort nikkel sé í hlutum í umhverfinu.
Dropi af lausninni er settur á hlutinn og bómullarpinna er síðan nuddað yfir. Bleikur eða rauður litur kemur fram á pinnanum sé nikkel í hlutnum. Styrkur litarins er mælikvarði á hversu mikið nikkel er að finna í honum.

 

Meðferðir 

 

Þægilegra andrúmsloft

Við viljum að þeim sem til okkar leita líði vel og leggjum metnað í að bjóða ávallt upp á nýjustu tækni og aðferðir.

Við veitum þér alltaf faglega ráðgjöf sérfræðilæknis eða sérfræðitannlæknis. Hringdu í síma 544-4450 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið [email protected] og við höfum samband um hæl.

Persónuleg þjónusta

Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.

Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.

 

Grensásvegi 13,

108 Reykjavík

Sími: 544 4450
Opið frá 8 – 16

Greinar

Fræðslumyndbönd og hundruð fræðslugreina eftir Dr. Bolla Bjarnason

Bolli Bjarnason dr.med. svarar spurningum um rósroða og æðaslit í andliti

| Húðsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Ritstjórn Kvennablaðsins skrifar Birt 3. jan, 2015 ÚTLIT & HEILSA Í þessari grein fáum við svör við ýmsum spurningum er varða rósroða og æðaslit í andliti. Það er húð- og…

Útlitslækningar reyna stundum á listræna hæfileika læknisins

| Húðsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Útlitslækning á Grensásvegi er kósí lækna- og tannlæknastofa sem veitir mjög persónulega þjónustu. Hún sinnir lýtahúðlækningum á breiðum skala, almennum húð- og kynsjúkdómalækningum, tann- og munngervalækningum, en einnig almennum tannlækningum.…

Húðflúr ekki hættulaust

| Lýtahúðlækningar | Engar athugasemdir
Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu þann 26. ág. 2016: Húðflúr nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis og sífellt fleiri flúra stærri hluta líkamans. Svo virðist sem húðflúrlitir séu þó…

Velkomin á heimasíðu okkar!

Við erum lækningafyrirtæki. Síðu þessari er ætlað að veita faglega fræðslu varðandi eftirfarandi svið:

  • Lýtahúðlækningar (Cosmetic Dermatology)
  • Laserlækningar á húð (Lasers)
  • Húðlækningar (Dermatology)
  • Almennar tannlækningar (General Dentistry)
  • Tann- og munngervalækningar (Prosthodontics)
  • Kynsjúkdómalækningar (Venereology)
  • Fótaaðgerðafræði (Podiatry)

ATH

VIÐ VÖRUM VIÐ ÓLÖGLEGRI NOTKUN LASERA Á ÍSLANDI M.A. AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI ÁN LÆKNISMENNTUNAR!

Vegna fjölmargra kvartana hefur verið sett reglugerð á Íslandi um lasermeðferðir í fegrunarskyni sem bannar slíkar meðferðir án aðkomu viðeigandi sérfræðilæknis svo sem húðlæknis. Mörg nágrannalönd beita slíkum takmörkunum svo sem Danmörk sem krefur aðkomu húð- og kynsjúkdómalæknis. Ástæður þessa varða öryggi fólks hvað varðar rétta greiningu, val meðferðar, framkvæmd hennar svo og eftirfylgni.

Ýttu hér fyrir frétt Fréttablaðsins

Ýttu hér fyrir reglugerð Heilbriðgisráðuneytisins nr. 171/2021.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út