Húðin er stærsta líffæri líkamans og mikilvægt að huga að
heilsu hennar. Vissar húðvörur geta hjálpað hér til en mikilvægt
getur reynst að fá ráðleggingar sérfræðings svo valið sé rétt.
Til að spara fólki sporin höfum við tekið saman upplýsingar um helstu tegundir húðvara.
Sólvarvarnir
Þær eru með sólarvarnarþætti (SPF eða sun protection factor) 50 eða 100 fyrir bæði útfjólubláa geislun af gerð A og B (ultraviolet A and B rays eða UVA og UVB).
Sólvarvörn skiptir miklu máli til að aftra að útfjólubláir geislar nái inn í húðina og valdi skaða eins og krabbameini og aldursbreytingum.
Til eru tvenns konar varnir, svokallaðar mekaniskar og efnafræðilegar en nánar er fjallað um sólarvarnir í þessu myndskeiði.
Einnig er hægt að lesa meira um mikilvægi sólarvarna hér.
Mikilvægt er að aftra því að nota vörur sem innihalda algenga ofnæmisvaka til að minnka líkindi á ofnæmismyndun.
Nánar er fjallað um algengustu snertiofnæmisvakana hér.
Leiki grunur um ofnæmi gæti ofnæmispróf átt við.
Rakakrem
Til eru feit krem sem skila sér einstaklega vel inn í húðina og notast á líkama og útlimi.
Fitulítið krem án olíu. Slíkt krem inniheldur eingöngu 7,5% fitu sem eykur raka í húðinni án þess að ýta á bólumyndun.
Hér skiptir valið miklu máli m.t.t. mögulegrar ofnæmismyndunar eins og fjallað er um í kaflanum um sólarvarnir hér að ofan.
Plástrar
Til eru nokkrar helstu gerðir plástra:
- Venjulegir plástrar með grisju sem anda vel
- Þykkir plástrar með grisju sem vernda vel undirlag
- Mjög litlir plástrar fyrir andlit
- Vatnsheldir plástrar
- Ræmuplástrar (e. strip) sem eru sérstaklega fluttir
inn því þeir eru breiðir og halda sárum vel saman.
Nikkelpróf (e. nickel spot test)
Þetta próf er mikilvægt fyrir sjúklinga sem hafa ofnæmi fyrir nikkel.
Við látum sérstaklega blanda fyrir okkur lausn erlendis sem er notuð til að komast að því hvort nikkel sé í hlutum í umhverfinu.
Dropi af lausninni er settur á hlutinn og bómullarpinna er síðan nuddað yfir. Bleikur eða rauður litur kemur fram á pinnanum sé nikkel í hlutnum. Styrkur litarins er mælikvarði á hversu mikið nikkel er að finna í honum.