Skip to main content

Húðhreinsun

Húðhreinsun tekur bæði til hreinsunar yfirborðs og til djúphreinsunar. Meta þarf hvert tilfelli gaumgæfilega til að tryggja bestu viðeigandi meðferð.
Margs ber að gæta við framkvæmd meðferðar til að tryggja besta mögulega árangur. 

Húðhreinsun snýst oft um losun þrymlabóla (pimples) og fílapensla (comedones) en við þrymlabólum má einnig beita lasermeðferð.
Í langflestum tilfellum hentar þó lyfjameðferð betur sérstaklega þegar litið er til lengri tíma.

Fílapenslarnir geta verið hvíthöfðar (white heads) eða svarthöfðar (black heads). Margir halda að svarthöfðar séu vegna óhreininda
eða vanhirðu en átta sig ekki á að svarti liturinn myndast þegar súrefni andrúmsloftsins leikur um yfirborðsfitu þeirra og oxar fituna.
Við slíka meðferð er losað um bæði fílapensla og bólur með því að hita húðina með heitri gufu.
Bólur þurfa að meðhöndlast mjög gaumgæfilega til að aftra öramyndun.
Sérstakur húðmaski eða krem er oft borið á við lok meðferðar. Hér má lesa meira um húðvörur.

Önnur tegund húðhreinsunar byggir á að fjarægja keratín sem er hart og dautt lag á yfirborði húðarinnar.
Það lokar oft fyrir losun fitu frá fitukirtlum út á yfirborðið og myndar fílapensla auk þess að vera álitið meðvirkandi þáttur við myndun þrymlabóla.
Við þetta er hægt að beita svokallaðri húðslípun, peel eða tvöfalt peel (double peel).
Oft á þó betur við útvortis lyfjameðferð sem fær keratínið til að flagna. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig.

Húðhreinsun á ekki við gegn sjúkdómum sem mynda bólur sem ekki eru þrymlabólur svo sem í sjúkdómunum perioral dermatitis
sem myndar bólur í kringum munn og periorbital dermatitis sem myndar þær í kringum augun.
Einnig er slíkri meðferð oftast ekki beitt gegn rósroða þar sem lyfjameðferð á við varðandi bólur og laser varðandi æðar sem valda roða.

Um bólur hjá eldri konum er fjallað annars staðar.

Önnur ástæða fyrir æskilegu brottnámi keratíns er að vinna á opinni andlitshúð þar sem kirtilop eru vel sýnileg frá yfirborði.
Við slíkar meðferðir er þó fractional laser mun öflugri. 

Gjafabréf

Húðhreinsun er oft vinsæl meðferð til að gefa í gjafabréfi. Hjá Útlitslækningu geturðu nálgast slík gjafabréf í afgreiðslu eða
með því að hafa samband við okkur. Verð gjafabréfs ræðst af gerð og fjölda meðferða og er ákveðið í samráði við kaupanda.
Þegar þú ert búin/n að ganga frá greiðslu er gjafabréfið sent til þín sem pdf skjal í tölvupósti sem þú prentar út og gefur til viðtakanda. 

 

Athugið að stundum er húðhreinsun óæskileg eða beinlínis bönnuð vegna annarar meðferðar húðarinnar t.d. vegna meðferðar með ávaxtasýrum (AHA eða alpha-hydroxy acids) eða lyfjum sem eru A-vítamínsýruafleiður hvort sem um innvortis eða útvortis meðferð sé að ræða. Dæmi um slík lyf eru tretínóín (Tretinoin®) og adapalen (Differin®) útvortis eða ísótretínóín (isotretinoin sérlyfin Decutan® eða Isotretinoin®) innvortis. 
Ræða þarf við þann lækni sem stýrir meðferðinni. Þú getur alltaf pantað tíma og fengið ráðleggingar hjá okkur ef þú ert í vafa um hvort húðhreinsun sé æskileg eða óæskileg meðferð fyrir þig. Síðan geturðu nálgast meiri upplýsingar um mismunandi húðvörur á síðunni okkar. 

 

Meðferðir tengdar húðhreinsun

 

Þægilegra andrúmsloft

Við viljum að þeim sem til okkar leita líði vel og leggjum metnað í að bjóða ávallt upp á nýjustu tækni og aðferðir.

Við veitum þér alltaf faglega ráðgjöf sérfræðilæknis eða sérfræðitannlæknis. Hringdu í síma 544-4450 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið [email protected] og við höfum samband um hæl.

Persónuleg þjónusta

Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.

Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.

 

Grensásvegi 13,

108 Reykjavík

Sími: 544 4450
Opið frá 8 – 16

Greinar

Fræðslumyndbönd og hundruð fræðslugreina eftir Dr. Bolla Bjarnason

Óæskilegur hárvöxtur og meðferðir við háreyðingu

| Blog, Cosmetic Procedures, Facial Treatments, Húðsjúkdómar, Kynsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Skin Conditions, Snertiofnæmi, Specialized Treatments, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Hvers vegna vaxa áberandi hár á líkamanum? Margar ástæður eru fyrir áberandi hárvexti og nauðsynlegt er að greina hvort að undirliggjandi sé læknisfræðileg skýring fyrir honum. Útlitslega eru mest áberandi…

Rósroði, æðaslit og valbrá – Hvað þarf að vita

| Blog, Cosmetic Procedures, Facial Treatments, Húðsjúkdómar, Kynsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Skin Conditions, Snertiofnæmi, Specialized Treatments, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Hvað er rósroði, æðaslit og valbrá? Rósroði er sjúkdómur í andliti fólks sem einkennist af mismunandi áberandi æðum og roðaköstum. Stundum myndast bólur og/eða kýli en aðrar skýringar eru oft…

Velkomin til Útlitslækninga – Rósroði og æðaslit í andliti

| Húðsjúkdómar, Lýtahúðlækningar, Uncategorized @is | Engar athugasemdir
Ritstjórn Kvennablaðsins skrifar Birt 3. jan, 2015 ÚTLIT & HEILSA Í þessari grein fáum við svör við ýmsum spurningum er varða rósroða og æðaslit í andliti. Það er húð- og…

Velkomin á heimasíðu okkar!

Við erum lækningafyrirtæki. Síðu þessari er ætlað að veita faglega fræðslu varðandi eftirfarandi svið:

  • Lýtahúðlækningar (Cosmetic Dermatology)
  • Laserlækningar á húð (Lasers)
  • Húðlækningar (Dermatology)
  • Almennar tannlækningar (General Dentistry)
  • Tann- og munngervalækningar (Prosthodontics)
  • Kynsjúkdómalækningar (Venereology)
  • Fótaaðgerðafræði (Podiatry)

ATH

VIÐ VÖRUM VIÐ ÓLÖGLEGRI NOTKUN LASERA Á ÍSLANDI M.A. AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI ÁN LÆKNISMENNTUNAR!

Vegna fjölmargra kvartana hefur verið sett reglugerð á Íslandi um lasermeðferðir í fegrunarskyni sem bannar slíkar meðferðir án aðkomu viðeigandi sérfræðilæknis svo sem húðlæknis. Mörg nágrannalönd beita slíkum takmörkunum svo sem Danmörk sem krefur aðkomu húð- og kynsjúkdómalæknis. Ástæður þessa varða öryggi fólks hvað varðar rétta greiningu, val meðferðar, framkvæmd hennar svo og eftirfylgni.

Ýttu hér fyrir frétt Fréttablaðsins

Ýttu hér fyrir reglugerð Heilbriðgisráðuneytisins nr. 171/2021.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út