Húðhreinsun tekur bæði til hreinsunar yfirborðs og til djúphreinsunar. Meta þarf hvert tilfelli gaumgæfilega til að tryggja bestu viðeigandi meðferð.
Margs ber að gæta við framkvæmd meðferðar til að tryggja besta mögulega árangur.
Húðhreinsun snýst oft um losun þrymlabóla (pimples) og fílapensla (comedones) en við þrymlabólum má einnig beita lasermeðferð.
Í langflestum tilfellum hentar þó lyfjameðferð betur sérstaklega þegar litið er til lengri tíma.
Fílapenslarnir geta verið hvíthöfðar (white heads) eða svarthöfðar (black heads). Margir halda að svarthöfðar séu vegna óhreininda
eða vanhirðu en átta sig ekki á að svarti liturinn myndast þegar súrefni andrúmsloftsins leikur um yfirborðsfitu þeirra og oxar fituna.
Við slíka meðferð er losað um bæði fílapensla og bólur með því að hita húðina með heitri gufu.
Bólur þurfa að meðhöndlast mjög gaumgæfilega til að aftra öramyndun.
Sérstakur húðmaski eða krem er oft borið á við lok meðferðar. Hér má lesa meira um húðvörur.
Önnur tegund húðhreinsunar byggir á að fjarægja keratín sem er hart og dautt lag á yfirborði húðarinnar.
Það lokar oft fyrir losun fitu frá fitukirtlum út á yfirborðið og myndar fílapensla auk þess að vera álitið meðvirkandi þáttur við myndun þrymlabóla.
Við þetta er hægt að beita svokallaðri húðslípun, peel eða tvöfalt peel (double peel).
Oft á þó betur við útvortis lyfjameðferð sem fær keratínið til að flagna. Meta þarf hvert tilfelli fyrir sig.
Húðhreinsun á ekki við gegn sjúkdómum sem mynda bólur sem ekki eru þrymlabólur svo sem í sjúkdómunum perioral dermatitis
sem myndar bólur í kringum munn og periorbital dermatitis sem myndar þær í kringum augun.
Einnig er slíkri meðferð oftast ekki beitt gegn rósroða þar sem lyfjameðferð á við varðandi bólur og laser varðandi æðar sem valda roða.
Um bólur hjá eldri konum er fjallað annars staðar.
Önnur ástæða fyrir æskilegu brottnámi keratíns er að vinna á opinni andlitshúð þar sem kirtilop eru vel sýnileg frá yfirborði.
Við slíkar meðferðir er þó fractional laser mun öflugri.
Gjafabréf
Húðhreinsun er oft vinsæl meðferð til að gefa í gjafabréfi. Hjá Útlitslækningu geturðu nálgast slík gjafabréf í afgreiðslu eða
með því að hafa samband við okkur. Verð gjafabréfs ræðst af gerð og fjölda meðferða og er ákveðið í samráði við kaupanda.
Þegar þú ert búin/n að ganga frá greiðslu er gjafabréfið sent til þín sem pdf skjal í tölvupósti sem þú prentar út og gefur til viðtakanda.