Viðtal á RÚV við Bolla Bjarnason 19. september 2014.
Bolli Bjarnason húðsjúkdómalæknir fjarlægir húðflúr með leysigeislum og hann segir færast í vöxt að menn leiti til hans af þessum sökum. Hann bendir á að þótt leysitæknin hafi batnað til muna síðustu ár, sé þó ekki öruggt að húðflúrið hverfi með öllu eða aðgerðin skilji ekki eftir ummerki.
Bolli Bjarnason er í Samfélaginu í dag. Hann segir að í nágrannalöndunum sé allt að fjórðungur fullorðinna með húðflúr um þessar mundir, og í vissum aldurshópum í Bandaríkjunum er hlutfallið jafnvel enn hærra. Bolli segir bæði tattúnálina og blekið sem notað er geta valdið varanlegum einkennum og jafnvel sjúkdómum á borð við krabbamein. Eins sé ekki víst að að hægt sé að fjarlægja húðflúr svo vel sé, þrátt fyrir nýjustu leysitækni. Hann telur því fulla ástæðu til að hugsa sig vel um áður en tekin er ákvörðun um að láta flúra líkamann.
Sjá greinarnar:
Húðflúr – (Tattoo) Vilja nafn liðinnar ástar í burt
Tattú – hugsið ykkur vel um!
Laser til lækninga húðlýta og húðsjúkdóma
Viðtal við Dr. Bolla Bjarnason um húðflúr í Samfélaginu á Rás 1 þann 19. sept. 2014: