Skip to main content
Snertiofnæmi

2-hydroxy-4-methoxybenzophenone (Benzophenone-3)

Eftir mars 30, 2013ágúst 7th, 2024Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni efni sem dregur til sín útfjólublátt ljós. Það er gjarnan notað til að aftra því að útfjólublá geislun (ultraviolet light) komist inn í húðina. Það er því stundum að finna í alls kynns sólarvarnarkremum, andlitskremum og húðmjólk.

2-hydroxy-4-methoxybenzophenone notast talsvert í snyrtivörur eins og hrukkukrem, brunkukrem, varalit, naglalakk, svitalyktareyða og hárvörur svo sem hárnæringu, hárlöður, hárlakk og hárhlaup (gel).

Það er stundum einnig að finna í plastefnum og sem plastfyllingarefni í tennur (dental composite material). Það notast einnig til að verja málningu og lökk.

Til er ljóssnertiofnæmi (photocontact allergy) vegna þessa efnis sem þýðir að ofnæmissvörun komi fram sé maður útsettur fyrir útfjólubláu ljósi (sjá grein „ofnæmi„).

2-hydroxy-4-methoxybenzophenone hefur númerið 131-57-7 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á https://www.cas.org/cas-data/cas-registry .

2-hydroxy-4-methoxybenzophenone getur valdið krossofnæmi við dioxybenzone sem einnig dregur til sín útfjólublátt ljós og notast m.a. í sólarvarnarkrem. Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.

2-hydroxy-4-methoxybenzophenone gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • 2-benzoyl-5-methoxyphenol
  • 2-Hydroxy-4-methoxybenzophenone
  • 2-Hydroxy-4-methoxyphenylphenylmethanone
  • 4-Methoxy-2-hydroxybenzophenone
  • Advastab 45
  • Anuvex
  • Benzophenone 3
  • Benzophenone, 2-hydroxy-4-methoxy-
  • Chimassorb 90
  • Cyasorb UV 9
  • Escalol 567
  • Eusolex 4360
  • Methanone, (2-hydroxy-4-methoxyphenyl)phenyl-
  • MOB
  • Ongrostab hmb
  • Oxybenzone
  • Spectra-Sorb UV 9
  • Syntase 62
  • Sunscreen UV 15
  • UF 3
  • Uvinul M-40
  • Uvinul 9
  • Uvistat 24

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út