Þetta efni er halógenerað fenól (halogenated phenol) sem er notað sem rotvarnarefni í ýmsar vörur og til sótthreinsunnar. Það er sérstaklega næmt gegn Gram jákvæðum og Gram neikvæðum bakteríum.
4-chloro-3,5-xylenol er stundum notað í snyrtivörur, ekki síst hársnyrtivörur, hárhreinsivörur, hárnæringu, svitalyktareyða og sápur. Það er einnig notað í útvortis lyf, til handþvotta fyrir aðgerðir eða í legi til þvotta húðaðgerðasvæða fyrir aðgerðir.
Krem með þessu efni eru oft notuð í skurðsár, skrámur, fleyður, skordýrabit, brunasár o.fl. Duft með þessu efni eru gjarnan notuð til meðferðar á fótum. Stundum er efnið notað til sótthreinsunar á þvagfærum.
4-chloro-3,5-xylenol er einnig notað í kælivökva í vélar (cooling fluids) og í vökva við málmvinnu (metal working fluids).
Þessi ofnæmisvaki getur valdið krossofnæmi við 4-chloro-3-cresol (sem gengur einnig undir heitunum p-chloro-m-cresol eða PCMC). Krossofnæmi þýðir að hafi maður ofnæmi fyrir einum ofnæmisvaka hefur maður jafnframt ofnæmi fyrir þeim sem ofnæmisvakinn krossar við.
4-chloro-3,5-xylenol gengur a.m.k. undir eftirfarandi heitum:
- 2-chloro-5-hydroxy-1,3-dimethylbenzene
- 2-chloro-5-hydroxy-m-xylene
- 2-chloro-m-xylenol
- 3,5-Dimethyl-4-chlorophenol
- 3,5-Xylenol, 4-chloro-
- 4-06-00-03152 (Úr Beilstein Handbook Reference)
- 4-chloro-1-hydroxy-3,5-dimethyl benzene
- 4-Chloro-3-xylenol
- 4-Chloro-3,5-dimethylphenol
- AI3-08632
- Benzytol
- BRN 1862539
- Caswell No. 218
- Chloroxylenol
- Chloro-3,5-xylenol
- Chloro-xylenol
- Chlorxylenolum
- Desson
- Dettol
- Dimethyl-4-chlorophenol;
- EINECS 201-793-8
- EPA Pesticide Chemical Code 086801
- Espadol
- Hydroxy-m-xylene
- Nipacide PX
- Ottasept
- Para-chloro-metaxylenol
- Phenol, 4-chloro-3,5-dimethyl-
- p-Chloro-m-xylenol
- Septiderm-hydrochloride
- Xylenol, 4-chloro-