Skip to main content

Hvað er rósroði, æðaslit og valbrá?

Rósroði er sjúkdómur í andliti fólks sem einkennist af mismunandi áberandi æðum og roðaköstum. Stundum myndast bólur og/eða kýli en aðrar skýringar eru oft fyrir þeim. Sjúkdómurinn setur sig gjarnan á kinnar, nef, höku og enni. Til er afbrigði sem er afmarkað við nefið og sem leiðir stundum til stækkunar á því en þetta ástand er stundum kallað „brennivínsnef„. Ástæður sjúkdómsins eru óþekktar en þættir sem framkalla oft roðann eru líkamlegt eða andlegt álag, hiti, kuldi, sól, kryddaður matur og vín.

Æðaslit getur komið fram víða á líkamanum og ekki síst í andliti en þar birtist það með oft með áberandi æðum á kinnum, nefi, höku og enni.

Valbrá eru meðfæddar æðaflækjur hvar sem er í húð sem mynda samfellt rautt vel afmarkað svæði.

Hvað er til ráða?

1. Lyfjameðferð við rósroða

Útvortis og innvortis lyfjameðferð geta dregið úr einkennum sjúkdómsins. Þegar slíkri meðferð er hætt koma einkennin gjarnan aftur því forsendur myndunnar sjúkdómsins hafa ekki breyst við meðferðina.

2. Lasermeðferð við rósroða, æðasliti og valbrá

Mynd: Bólur og kýli í rósroða.

 

Sjá einnig greinar:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út