Skip to main content

Propolis er vaxkennt trjákvoðuefni sem er að finna í býflugnabúum framleitt af hungangsflugum (Apis mellifera). Flugurnar þurfa plöntu- eða trjáknappa (tree or other plant buds), plöntuvilsu (plant exudates) eða kvoðu frá stönglum, greinum eða laufblöðum ólíkra plantna til að búa efnið til. Propolis inniheldur svokallaða „flavonoid aglycones“.

Propolis getur verið að finna í ýmsum svokölluðum lífsnyrtivörum (biocosmetics). Þannig getur það verið í húðvörum svo sem í varalit, varasalva, varablýöntum (lip liners), smyrslum og húðkremum en einnig í tyggigúmmíi og lakki. Það getur verið er að finna í ýmsum töflum svo sem fæðubótatöflum.

Propolis er af sumum álitið hafa lækningamátt og hefur verið reynt við fjölda læknisfræðilegra vandamála. Má þar m.a. nefna hálsbólgur þar sem það getur verið að finna í hóstamixtúrum og munnsogstöflum (lozenges). Það hefur verið notað í útvortis eða innvortis lyf af ýmsum toga m.a. tengdum húð svo sem vegna bruna, sára, exems ekki síst vegna ungbarnableygja, þrymlabóla, blaðra og legusára, sóra (psoriasis), varta, hártaps og flugnabita. Það er einnig stundum að finna í lyfjum útvortis eða innvortis vegna bólgna, veirusjúkdóma svo sem kvefs og influensu, nefbólgna, frjónæmis (hay-fever), eyrnaverks, bólginna kirtla, drers (cataract), astma, liðbólgna, sinaskeiðabólgna, niðurgangs, magabólgna, þvagsýrugigtar, kvensjúkdómatengdra vandamála og blöðruhálskirtilsbólgna. Það fyrirkemur stundum í fæðubótartöflum.

Sumar samsetningar propolis hafa verið notaðar gegn örverum svo sem sveppum og bakteríum en einnig til að hafa áhrif á ónæmiskerfið.

Í tannlækningum hafa rannsóknir gefið til kynna að það geti mögulega verndað gegn tannskemmdum (caries). Propolis getur verið til staðar í sumu tannkremi og tannskolvökvum. Það hefur verið notað gegn blæðingum í góm brennandi tungu (burning tounge) og tannholdsbólgum (gingivitis).

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir propolis ættu að forðast hunang.

Propolis er stundum notað í vax fyrir fiðlur.

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir þessum ofnæmisvaka hafa stundum einnig ofnæmi fyrir öðrum ofnæmisvaka en slíkt kallast krossofnæmi (allergic cross-reactivity). Propolis getur myndað krossofnæmi við balsam of Peru.

Virki ofnæmisvakinn í propolis hefur verið einangraður og heitir 1,1-dimethylallyl caffeic acid ester (LB-1).

Propolis gengur undir fleiri heitum svo sem:

  • 1,1-dimethylallyl caffeic acid ester (LB-1)
  • Bee bread
  • Bee glue
  • CCRIS 8561
  • Hive dross

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út