Skip to main content
Húðsjúkdómar

Undralyf eða svindl?

Eftir september 28, 2017Engar athugasemdir

Morgunblaðið 9. sept. 2017.

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir

Það er óhjá­kvæmi­legt að húðin slapp­ist, hrukk­ist og missi teygj­an­leika sinn með hækk­andi aldri. Ekki finnst öll­um hrukk­ur fal­leg­ar og flest vilj­um við líta út fyr­ir að vera yngri en við erum.

Bæði snyrti­vöru­brans­inn og lækna­vís­ind­in kepp­ast við að finna lausn­ir til að minnka hrukk­ur og gera slappa húð stinna á ný. Krem, fylli­efni, bótox, elos-meðferð, víta­mín og fæðubót­ar­efni eru notuð; allt í þeim til­gangi að láta húðina end­ur­heimta fyrri ljóma. Eitt af því sem er á markaði sem talið er geta hjálpað er kolla­gen í töflu- eða duft­formi.

Kolla­gen er límið 

Kolla­gen er eitt helsta upp­bygg­ingar­prótein lík­am­ans og má finna það í liðum, liðamót­um, vöðvum, sin­um og bein­um en einnig er það mjög stór hluti af upp­bygg­ingu húðar­inn­ar, hárs­ins og nagl­anna.

Oft er talað um að kolla­gen sé límið í lík­am­an­um en þetta prótein sér til þess að vef­ir lík­am­ans hald­ist sterk­ir. Lík­am­inn fram­leiðir sjálf­ur kolla­gen en um 25 ára ald­ur­inn fer að hægj­ast veru­lega á fram­leiðslunni, eða að meðaltali um 1,5% á hverju ári og vef­ir lík­am­ans byrja að veikj­ast. Það hef­ur þau áhrif á húðina að hrukk­ur mynd­ast og teygj­an­leiki minnk­ar.

Skipt­ar skoðanir eru um hvort inn­taka kolla­gens virki því eins og önn­ur prótein sem maður­inn borðar, þá brotn­ar það niður í melt­ing­ar­vegi og kemst því ekki í heilu lagi inn í vefi lík­am­ans við inn­töku. Leitað var álits hjá lækni og tveim­ur fram­leiðand­um kolla­gens hér­lend­is til að finna svör.

Nú­tíma sná­ka­ol­íu­svik­a­starf­semi

Skurðlækn­ir­inn Björn Geir Leifs­son, sem einnig er með masters­gráðu í stjórn­un heil­brigðisþjón­ustu og lýðheilsu, held­ur úti bloggi þar sem hann gagn­rýn­ir ýms­ar nýj­ung­ar sem koma á markað og eiga að vera allra meina bót. Hann hef­ur sterk­ar skoðanir á inn­töku kolla­gens og tel­ur að verið sé að plata fólk. Björn út­skýr­ir að töfl­urn­ar séu í raun bara mat­ur, í mjög smá­um skömmt­um. 

Tel­ur þú að þess­ar töfl­ur geri gagn, lagi hrukk­ur eða liðvanda­mál?

„Nei, það er ekk­ert sem styður það. Ef þú spyrð fram­leiðend­ur þá koma þeir með marg­vís­leg­ar til­vitn­an­ir í fyr­ir­sagn­ir en ef það er skoðað eru það oft­ast um­fjall­an­ir eða skoðanakann­an­ir meðal ánægðra viðskipta­vina. Ef það er eitt­hvað sem lít­ur út eins og vís­inda­vinna, þá kem­ur annað í ljós þegar farið er að gá bet­ur, og þetta er oft frá keyptri rann­sókn­ar­stofu. Niður­stöður lít­illa og vit­laust hannaðra rann­sókna eru oftúlkaðar. Rann­sókn­irn­ar eru oft sett­ar upp þannig að ómögu­legt er annað en að finna í þeim ein­hverja já­kvæða niður­stöðu.“

Björn seg­ir að efnið kolla­gen sé í raun ekki annað en fæðuvara, þ.e.a.s. mat­ar­lím unnið í stór­um verk­smiðjum úr fiski eða dýrasláturaf­urðum. 
„Hluti fram­leiðslunn­ar er bein­lín­is ætlaður til fram­leiðslu á snyrti­vör­um og fæðubót­ar­efn­um með ósönn­um full­yrðing­um um virkni,“ seg­ir Björn.

Seg­ir hann orðið „colla­gen“ þýða í raun mat­ar­lím og kolla­gen-töfl­urn­ar inni­haldi sama mat­ar­lím og notað er í margs kon­ar mat­væla­fram­leiðslu. Nefn­ir hann að sæl­gæt­is­hlaup inni­haldi sama efni og kolla­g­entöfl­urn­ar. „Oft er var­an aug­lýst sem inni­hald­andi „hydrolysed colla­gen“ og það eigi að vera eitt­hvað sér­stak­lega merki­legt en það er bara soðið svo­lítið leng­ur þannig að það verða minni sam­eind­ir og það hleyp­ur síður. Svo er þetta selt í tonna­tali, hræó­dýrt hrá­efni og í kring­um það er bú­inn til lyga­vef­ur um hvaða gagn og gæði þetta á að hafa,“ seg­ir hann.

„En þetta er sem sagt ekk­ert annað en mat­ur sem búið er að for­melta og ger­ir ekk­ert meira fyr­ir þig en ann­ar pró­tín­mat­ur. Það sama ger­ist í melt­ing­ar­veg­in­um hjá okk­ur og í verk­smiðju, við brjót­um mat niður í amínó­sýr­ur sem við nýt­um sem fæðu. Þú get­ur al­veg eins tuggið bei­kon-sneið eða borðað egg og í raun­inni færðu miklu meira og betra út úr því. Kolla­genið er bara ein teg­und af pró­tíni, byggð upp af amínó­sýr­um og ef þú sýður það með hvöt­um þá melt­ist það niður í frum­ein­ing­ar sín­ar, amínó­sýr­urn­ar, sem er ein­fald­lega nær­ing,“ seg­ir Björn Geir og tek­ur dæmi af ís­lensku vör­un­um.

„Þess­ar ís­lensku vör­ur inni­halda bara mat­ar­lím unnið úr fiski. Þetta er auðvitað nær­ing, en þetta er svo lítið magn og dýrt. Það hef­ur ekki nokk­urn skapaðan hlut að segja hvað varðar heilsu­bót. Það er miklu betra að fá sér soðna ýsu,“ seg­ir hann og út­skýr­ir að töfl­urn­ar geti ekki end­ur­nýjað kolla­genið í húðinni, né muni það laga liðvanda­mál. „Það er tóm þvæla. Þegar þú borðar mat sem inni­held­ur hold úr fiski eða öðrum dýr­um, ertu að borða kolla­gen sem brotn­ar svo niður í melt­ing­unni, rétt eins og í verk­smiðjunni. Það er ekk­ert merki­legra þótt það komi úr pill­uglasi. Fæðubótar­fram­leiðsla er risaiðnaður í heim­in­um í dag,“ seg­ir hann.

Er þá bara verið að plata fólk?

„Al­gjör­lega. Nú­tíma sná­ka­ol­íu­svik­a­starf­semi. Fáðu þér harðfisk frek­ar, hann er miklu betri og miklu meira af kolla­geni þar. Á bakvið þetta er ósköp ein­föld ástæða, gróðavon.“

 

Þeir sem taka inn kolla­gen í töflu­formi þurfa að taka allt að tíu töfl­ur á dag.

Tel­ur efnið leiða til slétt­ari húðar

Davíð Tóm­as Davíðsson er mat­væla­fræðing­ur hjá Cod­land, sem vinn­ur kolla­gen úr fiskroði. Davíð út­skýr­ir að nátt­úru­legt kolla­gen sé ekki melt­an­legt og af þeim sök­um segi sum­ir lækn­ar það ekki virka. „Það sem við ger­um er að brjóta kolla­genið niður í melt­an­leg­ar ein­ing­ar sem eru tekn­ar upp af lík­am­an­um,“ út­skýr­ir Davíð og seg­ir rann­sókn­ir á rott­um hafa sýnt það safn­ast í húðinni og liðum.

Hann seg­ir kolla­gen einnig hafa verið prófað á fólki. „Það hafa verið gerðar svo­kallaðar tví-blindni slembiraðaðar rann­sókn­ir á fólki, það er að segja viðfangs­efnið veit ekki hvort hann er að fá kolla­genið eða lyf­leysu og eins veit sá sem vinn­ur með viðfangs­efn­in eða niður­stöður mæl­inga ekki hvað hver tek­ur. Þetta er gert til að gæta hlut­lægni. Það hafa verið að koma fram slík­ar rann­sókn­ir sem sýna fram á já­kvæða virkni efn­is­ins. Og það sem meira er, niður­stöður virkni­mæl­inga fyr­ir kolla­genpeptíð hafa verið magn­bundn­ar, þannig að ef þú gef­ur minna er minni virkni og ef þú gef­ur meira er meiri virkni. Þannig að þetta er ekki ein­hver til­vilj­un. Ég ætla ekki að segja að þetta sé al­veg skot­helt, enda er þetta frek­ar nýtil­komið efni,“ seg­ir Davíð og nefn­ir að EFSA (Europe­an Food Sa­fety Aut­ho­rity) hafi hafnað heilsu­full­yrðingu um kolla­gen árið 2013.

„Það er eng­in heilsu­full­yrðing til um kolla­gen. Þeir segja m.a. að þeim finn­ist niður­stöðurn­ar ekki nógu sann­fær­andi þegar kem­ur að liðum en að þeir sjái mun á húðinni, þó ekki heilsu­áhrif held­ur frek­ar að húðin slétt­ist,“ seg­ir hann. Davíð seg­ir að síðan þá hafi þó marg­ar vandaðar klín­ísk­ar rann­sókn­ir verið fram­kvæmd­ar og bæt­ir við að í Kan­ada sé núna verið að leyfa heilsu­full­yrðing­ar á viss­um kolla­genvör­um sem gerðar hafi verið klín­ísk­ar rann­sókn­ir á. „Í Kan­ada er vara úr kolla­genpeptíðum sem heit­ir Ver­isol, og eru leyfðar heilsu­full­yrðing­ar um að neysla henn­ar leiði til slétt­ari húðar,“ seg­ir Davíð. 

„Þetta virðist hafa ein­hverja virkni. En það breyt­ir því ekki að ég mun aldrei segja í aug­lýs­ingu á minni vöru að þetta virki 100% fyrr en það er búið að fara í gegn­um alla réttu aðilana,“ seg­ir hann. „Það er mjög erfitt að fá viður­kenn­ingu nema virkn­in sé mjög mæl­an­leg.“

Eru þið að gera rann­sókn­ir á ykk­ar vöru núna eða þegar hún kem­ur á markað?

„Við erum ekki að fram­leiða sölu­vöru í dag en erum að fram­leiða til­rauna­fram­leiðslu og höf­um nú und­an­farið tvö ár, í sam­starfi við Matís, verið með frumu­rann­sókn­ir á peptíðum í efn­inu. Við gáf­um brjósk­frum­um ákveðið peptíð sem finnst í vör­unni okk­ar og þar höf­um við séð magn­bundna virkni. En svo er stefn­an að fara í meiri klín­íska vinnu seinna meir.“

Þið gangið út frá því að kolla­genið úr fiskroðinu muni slétta húð og minnka liðverki?

„Já, það er vegna þess­ara áhrifa sem var­an er svo vin­sæl úti í heimi. Það er mikið af vafa­söm­um full­yrðing­um í heilsu­geir­an­um og okk­ur er mjög annt um að vera ekki þar. Kolla­genpeptíð eru að verða sí­fellt vin­sælli á er­lend­um mörkuðum. Vör­um sem inn­halda efnið er stöðugt að fjölga og það myndi ekki ger­ast ef neyt­end­ur fyndu eng­an mun á sér.“

Hlust­um á kúnn­anna

Hrönn Mar­grét Magnús­dótt­ir, stofn­andi og for­stjóri Feel Ice­land, hef­ur fulla trú á virkni kolla­gens, bæði fyr­ir húð og liði. Vör­urn­ar þeirra eru bæði í duft- og hylkja­formi og eru unn­ar úr fiskroði. Mæl­ir Hrönn með 10 grömm­um á dag til að sjá virkni.

Eru þið með rann­sókn­ir á bakvið ykk­ur?

„Við höf­um ekki gert rann­sókn­ir sjálf­ar en styðjumst við rann­sókn­ir frá er­lend­um há­skól­um og höf­um nýtt okk­ur það. Við skoðum vel hver ger­ir rann­sókn­ina, hvernig rann­sókn­in er byggð upp og hversu stórt úr­takið er og met­um það út frá því hvort það sé að marka þær eða ekki.“

Teljið þið að var­an geti minnkað hrukk­ur og haft góð áhrif á liði?

„Já, það eru til fjöl­marg­ar rann­sókn­ir á kolla­geni og sum­ar segja að kolla­gen hafi ekki áhrif en aðrar segja að það virki. Kolla­gen er mjög mis­jafnt, eft­ir því hvaðan það er tekið, úr fiski, svíni, naut­um eða kjúk­ling. Mól­ikúl­in eru mis­stór og það er mis­jafnt hvort lík­am­inn nær að nýta kolla­genið eða ekki. Við vit­um ekki ná­kvæm­lega hvað ger­ist þegar við tök­um inn kolla­gen en það sem er talið að ger­ist er að ef mólíkúl­in eru í réttri stærð, þá nemi lík­am­inn kolla­genið í blóðrás­inni og í raun er maður að plata lík­amann þannig að hann haldi að kolla­gen sé að brotna niður og eyk­ur hann þá sína eig­in fram­leiðslu. Það eru nokkr­ar rann­sókn­ir sem sýna að það sé betri upp­taka af fisk-kolla­geni í lík­am­an­um en öðru kolla­geni,“ seg­ir Hrönn.

„En það sem við styðjumst aðallega við er hvað kúnn­inn okk­ar seg­ir. Og við erum með ótrú­lega marga, og sér­stak­lega fólk með liðverki, sem finn­ur mik­inn mun á sér,“ seg­ir Hrönn og bæt­ir við að fólk taki oft eft­ir því hversu mikið liðverk­ir versni þegar skammt­ur­inn klár­ast. „Svo eru aðrir með liðverki sem þetta virk­ar ekki á, þannig að það fer eft­ir því hvað er að hrjá fólk, hvort þetta hjálp­ar eða ekki.“

Neyt­and­inn fell­ur fyr­ir glæst­um umbúðum

Dr. Bolli Bjarna­son, húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir hjá Útlits­lækn­ingu, er van­ur að fást við hrukk­ur í sínu starfi og not­ar ýms­ar aðferðir til þess að draga úr þeim. Hann tel­ur skorta góðar rann­sókn­ir sem sýna fram á virkni þess að taka inn kolla­gen.

Tel­ur þú að minnka megi hrukk­ur með því að taka inn kolla­gen í töflu- eða duft­formi?

„Mér finnst skorta góðar rann­sókn­ir sem gefa til­efni til að ætla að kolla­gen í töflu­formi hafi áhrif á hrukk­ur. Oft á tíðum koma ekki fram í rann­sókn­um mögu­leg tengsl höf­unda við fram­leiðend­ur kolla­gens­ins sem verið er að rann­saka en slíkt veld­ur tor­tryggni varðandi niður­stöður. Stund­um byggj­ast rann­sókn­ir á blöndu efna, m.a. kolla­geni og er þá erfitt að túlka niður­stöður,“ seg­ir Bolli.

„Það eru tvær leiðir fyr­ir fram­leiðend­ur vara af þessu tagi hvað rann­sókn­ir varðar. Önnur leiðin er að sýna fram á virkni með rann­sókn­um en hin að láta það ógert forðist maður niður­stöður. Gall­inn fyr­ir neyt­end­ur er sá að vís­inda­styrk­ir fást mjög tak­markað til slíkra rann­sókna sem þýðir að fram­leiðend­ur fjár­magna oft rann­sókn­irn­ar sjálf­ir og birta það sem þeim sýn­ist. Það er með ólík­ind­um hvað ís­lensk­ir neyt­end­ur kaupa í góðri trú. Það ligg­ur við að það sé hægt að pakka hverju sem er í glæst­ar umbúðir og selja,“ seg­ir hann.

Hvað tel­ur þú vera besta ráðið til að stöðva mynd­un hrukka?

„Aðal­atriðið er að aftra því að sól kom­ist inn í húðina m.a. með því að nota sól­ar­vörn og að klæða sól­ina af sér.“ 

Hvað er besta ráðið til að minnka hrukk­ur sem þegar eru komn­ar?

„Mér finnst aðallega þrjár aðferðir virka gegn hrukk­um sem hafa mynd­ast. Fyrsta aðferðin er að stinna leðurhúðina með því að hita hana upp eða með því að erta kolla­gen leðurhúðar­inn­ar, t.d. með leysi til að fá kolla­genið til að þétt­ast. Önnur aðferðin er að koma fyr­ir fyll­ing­ar­efni þar sem hrukk­ur mynd­ast og sú þriðja að lama vöðvana sem hrukka húðina með Botox,“ seg­ir Bolli.

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út