Skip to main content
Snertiofnæmi

Dialkyl thioureas (Mixed dialkyl thioureas)

Eftir ágúst 10, 2016Engar athugasemdir

Hér er á ferðinni blanda af svokölluðum „dialkyl thioureas“.

Dialkyl thioureas eru stundum notuð við gúmmíframleiðslu.

Þau eru gjarnan notuð í pappírshúðun til að aftra gulnun og til að búa til bláteikningar (blue prints).

Fatnaður getur innihaldið dialkyl thiorueas svo sem einangrunarfatnaður vatnsíþrótta (wet suits) hægbrennandi fatnaður, skór, hanskar og teygja í fötum.

Dialkyl thioerueas getur einnig verið að finna í fjölritunarpappír, efnum til að fjarlægja málningu, lími og lakki.

Að lokum getur dialkyl thioureas verið að finna í silfurfægilegi, hreinsilegi fyrir skartgripi og til að hreinsa aflitun hluta.

 

Forðast ætti vörur þar sem á innihaldslýsingu kemur fram eitthvað af eftirfarandi:

Dibutylthiourea (DBTU)
Diethylthiourea (DTU)
Dimethylthiourea
Dimethylthiourea (DMTU)
Diphenylthiourea (DPTU)
Ethylbutylthiourea (EBTU)
Ethylenethiourea (ETU)
N,N-Diethylurea
Tetramethyl thiuram disulfide
Thiocarbamide
Thiourea

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út