Skip to main content
Húðsjúkdómar

Skjallblettir (vitiligo)

Eftir september 28, 2009september 25th, 2023Engar athugasemdir

Hvernig verður þetta til?

Skjallblettir eru tilkomnir vegna sjálfnæmis (autoimmunity). Slíkt næmi verður til er ónæmiskerfið (immune system) ræðst gegn hluta af eigin líkama í stað utan að komandi þátta sem kerfinu er ætlað að vinna bug á.

Í skjallblettum ræðst ónæmiskerfið á sortufrumur (melanocytes) sem framleiða litarefni húðarinnar. Afleiðingarnar verða þær að litlaframleiðslan hættir á því svæði þar sem sjálfsnæmið myndast og litlaust svæði hlýst af. Svæðið getur verið allt frá litlum afmörkuðum bletti upp í það að allur litur líkamans hverfi. Sé um hært svæði að ræða kunna hárin að missa lit.

Láti ónæmiskerfið af árás á litafrumurnar gengur sjúkdómurinn til baka. Oft byrja þá frumur í kringum hárin að búa til lit, svæðin stækka síðan og renna saman. Líkindi á bata eru álitin góð en í sumum tilfellum helst sjúkdómurinn ævilangt.

Hvað er til ráða?

1. Læknisfræðilegt mat.

Útiloka þarf með rannsóknum undirliggjandi sjúkdóma eða truflanir í ónæmiskerfinu sem krefjast meðferðar.

2. Lyfjameðferð.

Aðallega er um að ræða svokallaða calcineurinhemla sem gefnir eru með útvortis kremi á skjallblettina. Slíkir hemlar trufla ónæmiskerfið í sókn þess gegn litafrumunum sem leiðir til þess að frumunum tekst að framleiða lit á nýjan leik.

3. Ljósameðferð.

Útfjólublá ljós af B gerð (ultraviolet B radiation) eru oft notuð til að bæla ónæmiskerfið og gefa sortufrumunum þannig tækifæri á að búa til lit á nýjan leik. Stundum er beitt svokallaðri PUVA (psoralen + ultraviolet A radiation) meðferð þar sem gefið er ljósnæmt lyf stuttu fyrir gjöf útfjólublás ljóss af A gerð. Athuga ber að not af sólarbekkjum á sólbaðsstofum eru álitin lítil ef nokkur í þessu sambandi.

4. Örnálameðferð (microneedling)

Grein:
Örnálameðferð (microneedling)

5. Önnur meðferð

Í völdum tilfellum er unnt að rækta sortufrumur á tilraunastofu frá eðlilegum húðsvæðum og koma þeim síðan fyrir á skjallblettasvæðunum.

Mynd: Skjallblettur sem byrjaður er að svara meðferð með myndun litar út frá hárslíðrum.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út