Skip to main content
Húðsjúkdómar

Svitavandamál í holhöndum, á höndum og fótum

Eftir febrúar 9, 2009júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Hvers vegna myndast þetta?

Margir þættir geta verið valdir að þessum vandamálum. Meta þarf læknisfræðilega hvert tilfelli fyrir sig til að komast að mögulegum orsökum.

Hvað er til ráða?

1. Útvortis meðferð

Margar útvortis meðferðir eru til en oft duga þær ekki og er þá gripið til eftirfarandi meðferðarúrræða:

2. Meðferð í holhendur og hendur með Botox®.

Hvað er Botox®?

Botox® er prótein sem notað er í margs konar læknisfræðilegum tilgangi en frægust er trúlega notkunin við hrukkum (sjá greinina „Hrukkur„). Þegar það er notað gegn svitavandamálum er það notað til að minnka boð um svitaframleiðslu frá litlum taugaendum til svitakirtlana. Sjá nánar um Botox® á vefsíðunni http://www.botoxcosmetic.com/why_try_botox/what_is_botox.aspx 

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðin hefst á því að borin eru efni á meðferðasvæðin til að unnt sé að sjá nákvæmlega svæði hinnar auknu svitaframleiðslu. Holhendur eru deyfðar læknisfræðilega með kremi með deyfilyfi í u.þ.b. 2 klst en hendur leiðsludeyfðar. Fólk hefur gjarnan með sér lestrarefni því það vistast hjá okkur á meðan á deyfingu stendur. Er deyfingin hefur tekið er efninu komið fyrir á viðkomandi svæði. Sjálf meðferðin tekur oft um 20 mínútur. Fólki er ráðlagt að taka það rólega strax eftir meðferðina og þegar um holhendur er að ræða að leggjast ekki út af fyrr en að kvöldi.

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma fram á nokkrum dögum. Lengd virkninnar er einstaklingsbundin. Algengt er að meðferð sé endurtekin að ári þó flestum finnist þá svitaframleiðslan talsvert minni en fyrir meðferð. Komi ekki til endurmeðferðar næst aftur fyrra ástand.

Í völdum læknisfræðilegum tilvikum er beitt annarri lyfjameðferð en Botox®.

3. Meðferð með fareindalækningu (iontophoresis).

Hvað er fareindalækning og hvernig fer meðferðin fram?

Fareindalækning byggir á tækjabúnaði sem samanstendur af vatnsbala og tæki sem gefur frá sér vægan rafstraum í vatnið í balanum. Meðferðarsvæðinu er stungið í vatnsbalann og síðan er settur vægur straumur á tækið. Rafstraumurinn fær leiðni í gegnum vatnið inn í húðina. Verkunarháttur fareindalækningar er ekki vel þekktur í dag en álitið er að straumurinn og steinefni í vatninu leiði til þykknunar yfirborðs húðþekjunnar sem lokar fyrir flæði svita út á yfirborð húðarinnar. Sjá nánar um fareindalækningu á heimasíðu heimssamtaka ofsvitunnar, International Hyperhidrosis Society http://www.sweathelp.org/ 

Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma yfirleitt fram á nokkrum vikum en endurtaka þarf meðferð reglubundið til að afra ofsvitun.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út