Lasermeðferð eða létt frysting
Brúnir sólarblettir eru tilkomnir vegna geislunar sólar og myndast oft á andliti, handabökum og handleggjum.
Þeir eru góðkynja en mikilvægt er að sérfræðilæknir greini þá frá öðrum meinum sem kunna að vera illkynja.
Meðferðarúrræði gegn brúnum sólblettum
- Lasermeðferð getur verið áhrifamikil gegn þessum blettum en hún er sársauka- og hættulaus
- Létt frysting kemur líka til greina
- Hægt er að fara beint til vinnu eftir meðferð
Hvernig bóka ég meðferð gegn brúnum sólblettum?
- Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
- ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
- Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar
Hvað eru brúnir sólarblettir?
Brúnir sólarblettir eru tilkomnir vegna geislun sólarinnar. Þeir hafa tilhneigingu til að myndast á þeim stöðum þar sem sólin fær að skína á húðina eins og í andliti, á handabökum og á handleggjum. Vefjafræðilega er um að ræða aukningu á fjölda sortufruma (melanocytes) í slíkum blettum.
Vakin skal athygli á því að hundruðir bletta eru til. Ráðleggjum við læknisfræðilegt mat á öllum blettum því fjölbreytileiki þeirra er mikill og sumir þeirra kunna að vera hættulegir. Meðferð þeirra er oft ólík eftir tegundum. Hér verður eingöngu fjallað um brúna góðkynja sólarbletti (lentigo solaris).
Hvað er til ráða?
Meðferð með örnálum (microneedling)
Meðferð með frystingu
Mjög létt frysting eyðir oft þessum blettum. Strax eftir meðferð er bólgu eytt með bólgueyðandi kremi. Mikilvægt er að aftra því að sól nái að skína á blettina í nokkra daga eftir meðferð t.d. með sólarvarnaráburði eða að klæða sólina af sér. Meðferðir eru endurteknar á u.þ.b. 4-6 vikna fresti í nokkur skipti eins og þurfa þykir þar til blettirnir eru horfnir.
Brennsla
Unnt er að brenna blettina burtu með sýru en meðferðarúrræðin tvö hér ofar hafa leyst þetta meðferðarform af hólmi.