Skip to main content

Appelsínuhúð

(cellulite)

Hljóðfitueyðing gegn appelsínuhúð

Appelsínuhúð myndast helst á mjöðmum, rasskinnum og yfir læri hjá konum eftir kynþroska. 

Til eru ólíkar hugmyndir um hvernig appelsínuhúð myndast en erfðir geta þar spilað þátt. 

 

Hvernig virkar hljóðfitueyðing?

  • Meðferðin byggir á gjöf lágtíðni hljóðbylgna frá yfirborði húðarinnar 
  • Hljóðbylgjurnar valda titringi í fitufrumum en við það geta frumuveggir þeirra brostið og frumurnar eyðst upp
  • Hljóðfitueyðingu má beita á húðfitu hvar sem er á líkamanum 
  • Meðferðin er sársaukalaus og hægt er að fara beint til vinnu 
  • Mat húðlæknis fer fram fyrir meðferð 

Hvernig bóka ég hljóðfitueyðingu?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Hvað er appelsínuhúð?

Nafnið appelsínuhúð er notað til að lýsa ójafnri húð og kemur samlíkingin frá hrjúfu yfirborði appelsínubarkar. Appelsínuhúð myndast helst á mjöðmum, rasskinnum og yfir læri hjá konum eftir kynþroska. Sumir álita byggingalegan mun skýra kynjamuninn.

Hvernig myndast hún?

Menn hafa ólíkar hugmyndir hvers vegna appelsínuhúð myndast. Ein hugmyndin er að bandvefsstrengir sem skipta fitunni upp í fituhólf þrýsti fitunni upp í áttina að yfirborði húðarinnar og myndi ójöfnu á sama tíma og yfirliggjandi leðurhúð (dermis) þynnist. Truflanir í fituefnaskiptum, eða svokallaður fitukyrkingur (lipodystrophy), getur framkallað appelsínuhúð en einnig truflanir í hormónastarfsemi og blóðrás (blood circulation). Erfðaþættir eru einnig álitnir geta spilað inn í við myndun appelsínuhúðar.

Hvað er til ráða?

Fjölmargar aðferðir hafa verið reyndar til meðferðar, svo sem nudd af ýmsum gerðum, útvortis áburðir og skurðaðgerðir. Tækniþróun síðustu ára hefur leitt af sér:

Sjá einnig greinarnar:

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út