Það var ítalski kvensjúkdómalæknirinn Giorgio Fischer sem fann upp fitusog árið 1974. Frönsku læknarnir Illouz og Fournier þróuðu þessa aðferð síðan áfram um 1978. Aukaverkanir svo sem blæðingar og svæfing voru aðalvandamálin. Húðlæknirinn Jeffrey A. Klein kom síðar með þá aðferð (tumescent liposuction) sem við þekkjum í dag sem byggir á staðdeyfingu og litlum holnálum með sogi. Þetta leysti þessi vandamál.
Fitusog er notað til þess að fjarlægja óvelkomna fitu eða fitufellingar. Stundum eru fellingar viðvarandi þrátt fyrir að viðkomandi sé í kjörþyngd. Algengt er að fitusogi sé beitt á neðanverða síðu búks, neðri hluta maga eða utanverðar mjaðmir. Aðrir algengir meðferðarstaðir eru háls, aukahaka og innanverð læri.
Gallar við fitusog eru aðallega að það er farið inn í fituvefinn með holnálum til að sækja fituna sem bíður upp á vissar aukaverkanir fyrir utan örmyndun eftir aðgerð. Eftir fitusog geta aðrar aukaverkanir fylgt á borð við bólgur og eymsli.
Hægt er að aftra þessu þegar um minni háttar fellingar er að ræða með því að framkvæma fitufrystingu. Sé um appelsínuhúð að ræða á svokölluð hljóðfitueyðing þó betur við. Séu fellingar mjög stórar þarf að íhuga svuntuaðgerð. Sérfræðilæknir þarf þá að meta hvað er hægt að gera hverju sinni.
Hvort sem um er að ræða fitufrystingu eða hljóðfitueyðingu þarf ekki að fá deyfingu eða svæfingu fyrir aðgerð. Meðferðirnar eru sársaukalausar og áhættulitlar þar sem þær krefjast ekki skurðaðgerðar á borð við þá sem að fitusog krefst. Meðferðirnar miða að því sem þú hefur hug á að bæta er varðar eigin húðheilsu.