Skip to main content
Snertiofnæmi

Peppermint oil (Piparmintuolía eða Mentha Piperita Oil)

Eftir apríl 1, 2013ágúst 7th, 2024Engar athugasemdir

Piparmintuolía er unnin með gufueimingu úr hálfþurrkuðum Metha piperita (peppermint) plöntum sem er blanda 3ja plöntutegunda úr Mentha stofninum (mentha þýðir minta sem kemur frá gríska orðinu míntha). Þessar 3 plöntutegundir eiga uppruna sinn að rekja til suður Evrópu.

Olían berst fólki með útvortis notkun á húð, um munn eða á innönduðu formi. Piparmintuolía er þannig notuð í ýmis matvæli til bragðauka eins og sælgæti, tyggigúmmí, ís og te. Hún er notuð í munnskol, tannkrem, ýmis lyf og sígarettur.

Piparmintuolía er einnig stundum notuð í ýmiss konar húð- og snyrtivörur sem gefa frá sér mintulykt eins og t.d. húðmjólk, sápur, húðlöður og hárnæringu. Hún er einnig notuð í svokallaða ilmmeðferð (aromatherapy) með piparmintuilmolíu (peppermint essential oil).

Aðal uppistaða piparmintuolíu er mentól (menthol) en það er gjarnan notað útvortis til að eyða bakteríum, gegn kláða og til deyfingar.

Peppermint oil hefur númerið 8006-90-4 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).

Sjá nánar á https://www.cas.org/cas-data/cas-registry .

Peppermint oil gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • Black Peppermint
  • Brandy Mint
  • Chinese Peppermint
  • Corn Mint
  • Extract of Mentha piperita
  • Extract of Peppermint
  • FEMA No. 2848
  • Herba Menthae
  • HSDB 1900
  • Mentha Pilperita
  • Mentha x piperita L
  • Menthe
  • Mint
  • Mint Balm
  • Oil of Peppermint
  • Oils, Mentha Piperita
  • Oils, Peppermint
  • Peppermint Absolute (Mentha piperita)
  • Peppermint Essential Oil
  • Peppermint Oil
  • Peppermint Terpenes
  • Pfefferminz Oel
  • Western Peppermint

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út