Hér er á ferðinni oxandi efni (oxidizer) sem er stundum notað til að lýsa hár (hair bleacher).
Það er stundum einnig notað til að hreina glerbúnað á rannsóknastofum, í efnafræði, til meðferðar gegn gersveppum og til að hægja á framköllun (retarder in photography). Það er einnig stundum notað til að taka lit úr olíu og minnka lykt hennar.
Ammonium persulfate er stundum notað sem oxari í svokallaða „vat“ liti (vat colors) sem eru m.a. notaðir til að lita sellulósa en þessir litir eru hópur lita sem leysist ekki í vatni svo sem indigo og afleiður anthraquinone.
Þetta efni er einnig stundum notað til að búa til leysanlega sterkju.
Það getur valdið loftbornu snertiofnæmi.
Ammonium persulfate gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:
- Ammonium peroxydisulfate
- Ammonium persulfate
- CCRIS 1430
- Diammonium peroxydisulfate
- Diammonium peroxydisulphate
- Diammonium persulfate
- Diammonium salt
- EINECS 231-786-5
- Peroxydisulfuric acid
- Persulfate d’ammonium (franska)