Hér er á ferðinni litlaust efni með sterkri appelsínulykt. Nafnið kemur frá sítrónum (lemons) en efnið er að finna í berki þeirra sem og annarra citrusávaxta.
d-Limonene er notað til að fá fram appelsínulykt af alls kyns vörum og einnig sem bragðefni.
Það er stundum notað:
- í snyrtivörur
- í krem
- í hreingerningavörur
- í hreinsilög t.d. við olíuhreinsun véla
- til matargerðar
- í lyf
- sem skordýraeitur
- í kælivökva véla
d-limonene er algengur ofnæmisvaki í tea tree oil (sjá sér grein).
d-Limonene gengur stundum einnig undir eftirfarandi nöfnun:
- (+)-4-isopropenyl-1-methylcyclohexene
- (+)-R-limonene citrene
- d-(+)-limonene (+)-p-menth-1,8-diene
- Carvene
- Optical isomer of dipentene
- (R)-1-methyl-4-(1-methylethyenyl) cyclohexene
Sjá einnig greinina: Hydroperoxides of limonene (limonene hydroperoxide)