Sjá einnig greinarnar: „Fæðingarblettir“ , „Ellivörtur“ og „Brúnir sólarblettir„.
Hvernig verður þetta til?
Margs konar blettir geta valdið kláða í húðinni. Mikilvægt er að leita strax með alla slíka bletti til lækna til greiningar. Hér er fjallað um góðkynja kláðabletti sem myndast vegna klórs. Margar ástæður eru fyrir myndun kláða í húðinni en sé klórað gegn kláðanum vill kláðinn gjarnan aukast á þeim stað sem getur leitt til aukins klórs og þannig vítahrings. Hægt og hægt þykknar húðin á þeim svæðum sem eru klóruð og myndar stundum eins og hnúta með miklum kláða sem kallast hér kláðablettir.
Hvað er til ráða?
1. Læknisfræðilegt mat.
Komast þarf læknisfræðilega að því hvað kann að skýra út kláðann og meðhöndla undirliggjandi þátt/þætti.
2. Lyfjameðferð við kláðablettunum.
Nauðsynlegt er að stöðva vítahringinn með því að ná strax tökum á kláðanum og með því að fá bólguna til að hjaðna. Lyfjagjöf inn í sjálfa blettina kann að reynast nauðsynleg til þessa. Í framhaldi hennar er oft veitt útvortis meðferð með lyfjakremum undir gervihúð sem eykur flæði lyfsins inn í húðina og aftrar klóri en síðan lyfjakrem án gervihúðar og rakakrem. Stundum er veitt ljósameðferð eða innvortis meðferð með kláðastillandi eða bólguhemjandi lyfjum.