Skip to main content

Húðsverting

Húðsverting – brún svæði/blettir í andliti (melasma, chloasma)

Húðsverting er myndun brúnna svæða í andlitinu. Skeður hjá konum á barneignaraldri. Vanadamálið er algengt og erfitt að farða það vel.

Hvaða meðferðir eru í boði?

  • fyrirbyggjandi meðferð
  • lyfjameðferð
  • lasermeðferð

Hvernig bóka ég meðferð?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Hvað er húðsverting?

Hér er á ferðinni myndun á brúnleitum samhverfum svæðum í húðinni.

Staðsetning

Algengustu staðsetningarnar eru kinnar, nef, enni, haka og efri vör. Sjúkdómurinn getur einnig sett sig á önnur svæði líkamans sem eru gjarnan útsett fyrir sól, svo sem háls og framhandleggi.

Faraldsfræði

Húðsverting er algengt húðvandamál sem leggst aðallega á konur á frjósemisskeiði (menacme).

Tilurð

Ástæður húðsvertingar eru ekki þekktar.

Sumir álita hana skýrast af truflun í ljósöldrun (photoaging). Kastað hefur verið ljósi á ýmsa þætti sem hafa áhrif á æðar og sem leiða til myndunar þeirra (angiogenesis) en það ferli er álitið getað virkja sortufrumur (melanocytes) til myndunar litarefnisins melaníns (melanin). Ljóst er að meðganga eykur líkindi á sjúkdómnum og sumir hafa gengið svo langt að kalla hann meðgöngugrímu (mask of pregnancy) (Vísindagrein: Bolanca I et al.: Chloasma–the mask of pregnancy. Coll Antropol. 2008 Oct;32 Suppl 2:139-41.).

Eftirfarandi þættir eru álitnir leika hlutverk við myndun sjúkdómsins:

Hormónar

Þeir eru grunaðir um að geta valdið sjúkdómnum þar sem tilurð hans er algengari á meðgöngu þegar vissar breytingar verða á hormónum í líkamanum. Östrogen og prógesterón í getnaðarvarnartöflum eru álitin geta spilað inn í því tekið hefur verið eftir aukinni tíðni hjá konum á slíkri meðferð (Tilvísun: Filoni A et al.: Melasma: How hormones can modulate skin pigmentation. J Cosmet Dermatol. 2019 Apr;18(2):458-463. doi: 10.1111/jocd.12877.Epub 2019 Feb 18.).

Útfjólublátt ljós (ultraviolet light)

Slíkt ljós er álitið geta framkallað hvarfgjarnar súrefnistegundir (reactive oxygen species) sem álitið er að ýti við sortufrumum til myndunar melaníns. Sýnilegt ljós (visible light) er álitið geta aukið á melasma (Vísindagrein: Searle T og Al-Niaimi: Visible light and hyperpigmentation: the invisible culprit. Clin Exp Dermatol. 2021 Jul;46(5):995-997. doi: 10.1111/ced.14437. Epub 2020 Dec 19.).

Efni sem geta framkallað ljóspirring (phototoxic reaction).

Tilvist þessara efna í húðinni hafa verið orðuð við að geta komið sjúkdómnum af stað. Ljóspirringur í húð er tilkominn vegna þáttar, svo sem innvortis lyfs eða efnis, sem umbreytist í húðinni við sólarljós í efni sem leiða/leiðir til pirringsins.

Fjölskyldusaga (family history)

Tekið hefur verið eftir aukinni tíðni í vissum fjölskyldum (Vísindagrein: Ritter CG et al.: Extra-facial melasma: clinical, histopathological, and immunohistochemical case-control study. J Eur Acad Dermatol Venereol. 2013 Sep;27(9):1088-94. doi: 10.1111/j.1468-3083.2012.04655.x. Epub 2012 Jul 24.).

Lyf

Sum lyf hafa verið tilkynnt sem mögulegir orsakaþættir (Vísindagrein: Kumar SK: Melasma: A rare adverse effect of clomipramine. Indian J Pharmacol. 2016 Jul-Aug; 48(4): 453–454. doi: 10.4103/0253-7613.186203 .).

Hiti í umhverfi

Vinna í mjög heitu umhverfi hefur verið orðuð við húðsvertingu.

Innkirtlar

Menn hafa velt fyrir sér mögulegum tengslum við sjúklegt ástand skjaldkirtils (Vísindagrein: Kheradmand M et al.: Melasma and thyroid disorders: a systematic review and meta-analysis. Int J Dermatol. 2019 Nov;58(11):1231-1238. doi: 10.1111/ijd.14497. Epub 2019 May 31.).

 

1. Lyjagjöf

A. Útvortis:

  • Kligman´s uppskrift. Þessi uppskrift inniheldur 3 lyf:
    • hýdrókínón (hydroquinone) sem hefur hamlandi áhrif á ensím sem kallast týrósínasi (tyrosinase) sem þarf til myndunnar melaníns.
    • tretínóín (tretinoin) sem eykur umsetningu hyrnisfruma (keratinocytes) og
    • dexametasón (dexamethasone) sem er sykurvirkur steri sem vinnur gegn bólgu en sterar eru stundum einnig álitnir getað dregið ósérhæft úr myndun melaníns.
  • Hvert þessara lyfja að ofan eitt sér eða tvö saman.
  • Tranexamiksýra (tranexamic acid). Sýran dregur úr bindingu plasminogens við hyrmisfrumur sem leiðir til truflunar á plasmínógen-plasmín kerfinu. Afleiðingin er minnkuð melanínmyndun vegna útfjólublás ljóss.
  • Sólarvörn sem inniheldur jafnframt járnoxíð (iron oxide) sem vinnur gegn sýnilegu ljósi (Vísindagrein: Castanedo-Cazares J P et al.: Near-visible light and UV photoprotection in the treatment of melasma: a double-blind randomized trial. Photodermatol Photoimmunol Photomed. 2014 Feb;30(1):35-42. doi: 10.1111/phpp.12086. Epub 2013 Dec 3.).
  • Azelaicsýra (azelaic acid), kojicsýra (kojic acid) og cysteamín (cysteamine) sem hvert um sig hemur týrósínasa.
  • Metímazol (metimazole). Hemur peroxídasa (peroxidase inhibitor) sem þarf til myndunar melaníns.
  • C-vítamín (ascorbic acid) sem vinnur gegn hvarfgjörnum súrefnistegundum.
  • Glútatíón (glutathione) sem er álitið hemja týrósínasa. Það er talið leiða til myndunnar ljósara melaníns sem kallast feómelanín (pheomelanin) í stað dekkra melaníns sem kallast eumelanín (eumelanin).
  • Peel með virkum efnum svo sem alpha- eða beta hýdróxýsýrum.

B. Innvortis:

2. Lasermeðferð

Slík meðferð getur hjálpað til við að draga úr brúna litnum í sjúkdómnum. Stundum er beitt IPL (intense pulsed light) tækni en oftast „non-ablative“ fractional laser eftir mat sérfræðilæknis. Um fractional lasera má lesa HÉR.

Um lasermeðferð við brúnum meinum má lesa HÉR.

Myndir af nokkrum sjúklingum í IPL meðferð.
Photos are copyrighted and provided by Palomar Medical Technologies, Inc.

3. Örnálameðferð (Microneedling)

Um örnálameðferð má lesa hér.

4. Almennir þættir

Það getur hjálpað að:

  • draga úr snertingu sólarljóss og sýnilegs ljóss við húðina. Unnt er að minnka snertinguna með því að klæða birtuna af sér m.a. með fötum svo sem barðastórum höttum en einnig með sterkri sólarvörn sem verndar bæði fyrir útfjólubláu A og B ljósi. Æskilegt er að vörnin innihaldi einnig járnoxíð (sjá að ofan).
  • draga úr viðveru í hita.
  • forðast útvortis ertandi vörur.
  • nota feluliti (camouflage) í snyrtivörum svo sem farða til að fela brúna litinn útlitslega. Passa þarf að þeir komi ekki í stað sólarvarnar þegar liturinn sést ekki lengur.
  • íhuga getnaðarvarnir án hormóna.

Horfur

Horfur eru álitnar verri séu einhverjir eftirfarandi þættir til staðar:

  • Fitzpatrick húðgerð (skin types) III–V.
  • Erfða- og fjölskyldutilhneiging.
  • Sjúkdómur sem hefur staðið lengur en í 2 ár þrátt fyrir virka meðferð.
  • Útvortis sterameðferð.
  • Vefjadökknun (ochronosis) eftir notkun hýdrókínóns.

Sjá einnig greinina:

Persónuleg þjónusta

Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.

Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út