Propylene glycol er seigfljótandi litlarlaus vökvi sem í reynd er lyktarlaust alkóhól. Það er mjög víða notað sem burðarefni (vehicle) og leysiefni í húðvörum eins og kremum og húðmjólk.
Propylene glycol er notað til mýkingar (softening agent) og sem rotvarnarefni, rakaefni (humectant) og sem leysiefni. Það er gjarnan notað í snyrtivörur, ilmefni (fragrances), útvortis lyf, sápur, hreinsiefni, hárvörur og svitalyktareyða. Það er einnig stundum að finna í vörum til meðferðar í munnholi.
Propylene glycol er einnig stundum notað sem bætiefni (food additive) í matvæli. Slíkum bætiefnum í mat er gefið svokallað „E“ númer þar sem „E“ stendur fyrir „Evrópu“. Propylene glycol hefur E númerið 1520 en skrána má finna í heild á netslóðinni http://www.ukfoodguide.net/enumeric.htm. Þetta bætiefni leysir upp bragð og lit og er einnig notað til að rotverja matvæli.
Efninu er stundum bætt í framleiðslu iðnaðarvökva, svo sem leysiefni, þynni, kælivökva og affrystingarvörur eins og frostlög.
Rakdræg efni (desiccants), bremsuvökvi og polyester resín innihalda stundum propylene glycol. Resín er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu. Slík efni eru flest samsett úr estrum og etrum lífrænna sýra og súrra anhýdríða.
Propylene glycol hefur númerið 57-55-6 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers).
Sjá nánar á https://www.cas.org/cas-data/cas-registry .
Þessi ofnæmisvaki gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:
- 1,2-Dihydroxypropane
- 1,2-Propanediol
- 1,2-Propylene glycol
- 2-Hydroxypropanol
- Alphapropyleneglycol
- Dowfrost
- EINECS 200-338-0
- EPA Pesticide Chemical Code 068603
- Isopropylene glycol
- Methylethyl glycol
- Methylethylene glycol
- Monopropylene glycol
- Propane-1,2-diol
- Propanediol
- PG 12
- Sirlene
- Solar winter ban
- Trimethyl glycol