Þessi ofnæmisvaki er leysanlegt krómsalt. Svokallað metalískt króm veldur ekki ofnæmi þar sem það hefur oxað yfirborð.
Ofnæmisvakann er að finna m.a. í:
- sútuðu leðri
- sementi
- málningu
- ýmsum málmhlutum í umhverfinu
Það getur verið að finna í:
- lími
- bílum
- klór
- bláu bleki
- múrsteinum
- keramík
- krómstáli
- ljósritunarpappír
- efnivið til tannlækninga eða bæklunarlækninga
- hreinsiefnum
- rafhlöðum
- augnskugga
- gólfvaxi
- lími
- grænum litum
- bleki
- mascara
- eldspýtum
- gangráðsvírum
- málningu (sérl grænni, appelsínugulri og gulri)
- litaframköllunarvökvum
- litarefnum
- biljardborðsdúkum
- skóáburðum
- ryðfríu stáli
- grænum míkrólitum (tattoo)
- hergrænum fatalit
- vítamíni
- rotvarnarefnum fyrir við
Forðast ber allt úr sútuðu leðri eins og belti, hanska, skó o.s.frv.
Lýst hefur verið versnun húðútbrota við inntöku króms.
Króm gengur oft einnig undir eftirfarandi nöfnum:
- Chromate
- Chromite
- Dipotassium dichromate (eða Bichromate)
- Chromium compounds
- Chromium oxide
- Chromiumog Chromium salts
- Chromium metal eða Chrome
- Chromic acid salts
- Potassium bichromate
- Potassium dichromate