Þessi ofnæmisvaki er rotvarnarefni sem er að finna í fjölda vara eins og:
- snyrtivörum
- sápum
- sjampóum
- málningu
- uppleystum litarefnum
- hreinsiefnum
Blandan Euxyl K400 samanstendur af þessu rotvarnarefni og 2-phenoxyethanol sem jafnframt er ofnæmisvaki. Hafi maður ofnæmi fyrir MDBGN er ekki þar með sagt að maður hafi einnig ofnæmi fyrir 2-Phenoxyethanol. MDBGN er einnig að finna í vökvum sem notaðir eru í málmskurði og límum.
Önnur nöfn á þessu rotvarnarefni eru:
- Dibromodicyanobutane
- 1,2-dibromo-2,4-dicyanobutane
- 1,2-dibromodicyanobutane
- 1,2-dibromo-2,4-dicyanobutane
- 2-bromo-2 (bromomethyl) glutaronitrile
- Tektamer 38
- 2-bromo-2(bromomethyl) pentanedinitrile
Þessi ofnæmisvaki hefur verið bannaður í Evrópu.