Skip to main content
Snertiofnæmi

Kathon CG (Cl+Me-Isothiazolinone eða methylchloroisothiazolinone/methylisothiazolinone)

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Kathon CG samanstendur af ofnæmisvökunum methylchloroisothiazinolone og methylisothiazinolone. Hér er á ferðinni rotvarnarefni sem notuð eru mjög víða, t.d. í sjampói, hárlitarefnum, sápum, kremum, mascara, púðri, augnskuggum, augnblýöntum, þurrkum, sólbrúnkuvörum, hreinsivörum og þvotta- og mýkingarefnum. Þau er að finna í vökva sem notaður er í iðnaði við að kæla og smyrja vélar sem skera eða bora með hitamyndun. Einnig er þau að finna í málningu, loftræstikerfum, lími, vaxi og fægilegi.

Nauðsynlegt er fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir Kathon CG að forðast það og ef það er ekki unnt hvað vinnu áhrærir að nota þá hlífðarútbúnað með litlu gegnumdreypi og þá helst úr gervigúmmíi eða vinyl.

Önnur nöfn:

  • 5-chloro-2-methyl-4-isothiazolin-3-one
  • Kathon
  • Hvað methylchloroisothiazolinone (MCI) varðar:
    • 5-chloro-2-methyl-2H-isothiazol-3-one
  • Hvað methylisothiazolinone (MI) varðar:
    • 2-methyl-4-isothiazolin-3-one
    • 2-methyl-3(2H)-isothiazolone
    • 2-methyl-2H-isothiazol-3-one

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út