Skip to main content
Snertiofnæmi

Fragrance mix (ilmefni)

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Hér er um ýmis ilm- og bragðefni að ræða sem er að finna víða í umhverfi okkar. Stundum er þessum efnum blandað í vörur til að eyða óþægilegri lykt í þeim.

Tvenns konar próf eru til fyrir ilmefnum (fragrances). Það fyrra er kallað fragrance mix I en hið síðara fragrance mix II.

Fragrance mix I ofnæmisprófar fyrir eftirfarandi efnum:

  • Kanilalkóhól (cinnamic alcohol)
  • Kanilaldehýð (cinnamic aldehyde)
  • Hydroxycitronellal
  • Amylcinnamaldehyde
  • Geraniol
  • Eugenol
  • Isoeugenol
  • Oak moss absolute

Í fragrance mix II er prófað fyrir eftirfarandi efnum:

  • Lyral
  • Citral
  • Farnesol.
  • Citronellol.
  • Hexyl cinnamic aldehyde
  • Coumarin

Þessi ilmefni er að finna víða í snyrtivörum eins og:

  • ilmvatni
  • rakspíra
  • sápu
  • mascara
  • augnskugga
  • augnblýöntum
  • varalit
  • naglvörum
  • sjampó
  • hárvörum
  • rakvörum
  • húðkremum

Einnig í:

  • vörum til tannlækninga
  • skordýraeitri
  • pússlegi
  • vaxi
  • sumum matvælum
  • í drykkjum og olíum sem innihalda citrus, clove, negul eða kanil

Það er stundum að finna í:

  • hreingerningavörum
  • ilmkertum
  • pappírsvörum
  • tóbaki
  • svitalyktareyði
  • salernispappír
  • uppþvottalegi

Ráð: Forðist vörur sem eru merktar „scented“. Vörur sem eru merktar án ilmefna (fragrance free) innihalda stundum ilmefni til að vinna gegn óæskilegri lykt í vörunni og vörur sem merktar eru „hypoallergic“ geta í reynd innihaldið ilmefni. Forðist einnig vörur sem eru merktar:

  • unscented perfume
  • masking agent
  • aroma chemicals
  • colognes
  • essential oils
  • fragrance mixture
  • perfumes
  • toilet water

Notið hanska þegar nauðsynlegt reynist að nota vörur með lykt.

Forðast ber vörur sem eru merktar tiger balsam, propolis eða tea tree oil. Mjög næmir ættu að forðast kanil, negul, vanillu og citrusávexti.

Ilmefnin gagna stundum undir öðrum nöfnum:

  • Geranioler stundum kallað:
    • geraniol alcohol
    • geranyl alcohol
  • Cinnamaldehyde er stundum kallað:
    • cinnamic aldehyde
    • cinnamal, cassia aldehyde
    • 3-phenylacrolein
  • Hydroxycitronellal er stundum kallað:
    • citronellal hydrate
    • lilyl aldehyde
    • muguet synthetic
    • oxydihydrocitronellal
  • Cinnamyl alcohol er stundum kallað:
    • cinnamic alcohol
    • 3-phenylallyl alcohol
  • Eugenol er stundum kallað:
    • allylguaiacol
    • 2-methoxy-4-allylphenol
    • 4-hydroxy-3-methoxyallylbenzene
  • Isoeugenol er stundum kallað:
    • 4-propenylguaiacol
    • 2-methoxy-4-(1-propenyl)phenol, 4-hydroxy-3-methoxypropenylbenzene
  • Amylcinnamaldehyde er stundum kallað:
    • amyl cinnamal
    • jasmine aldehyde
    • phenylacrolein
    • 2-benzylideneheptanal.
  • Oak moss er stundum kallað:
    • oak moss oil eða extract
    • oak moss absolute resin
    • oak moss concrete

Sumir sem hafa ofnæmi fyrir ilmefnum hafa einnig ofnæmi fyrir

  • balsam of Peru
  • citral
  • colophony
  • farnesol eða propolis balsam
  • cassia oil
  • citronella candles
  • kanil
  • negul
  • narcissus oil
  • sandalwood oil

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út