Skip to main content
Snertiofnæmi

Joðóform (iodoform)

Eftir júlí 2, 2012Engar athugasemdir

Sjá einnig grein um povidone joð

Joðóform er lífrænt kristaliserað og rokgjarnt gullt efni með efnaformúluna CHI3.

Joðóform er notað til sótthreinsunnar. Það er einnig stundum notað í háls-, nef- og eyrnalækningum sem bismuth iodoform þá blandað vaselíni (bismuth iodoform paraffin paste (BIPP)). Notin tengjast helst aðgerðum á miðeyra og úteyra.

Til eru þeir sem hafa BIPP ofnæmi og jafnframt ofnæmi fyrir joði (Sjá vísindagrein Bennett AM et al, Avoidance of BIPP allergy hypersensitivity reactions following ear surgery, Clin Otolaryngol. 2008 Feb;33(1):32-4.). Mjög vægur möguleiki er á því að þeir þoli ekki povidone joð eða joðskuggaefni (contrast media) sem notuð eru í greiningartilgangi í geislalæknisfræði (sjá greinina Povidone joð / povidone iodine (Polyvidone iodine, Polyvinylpyrrolidone iodine eða Polvidone iodine).

Mikilvægt er að upplýsa heilbirðgisstarfsfólk um ofnæmi fyrir joðóformi hafi maður ofnæmi fyrir því.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út