Skip to main content

Fótasigg

Eftir febrúar 9, 2009Engar athugasemdir

Sigg (hyperkeratosis) er ofvöxtur í hornlagi húðþekjunnar. Það getur átt sér margar skýringar en hér verður fjallað um þá gerð siggs sem myndast vegna álags á húð sem ver sig með myndun þess.

Hvað er til ráða?

1. Læknisfræðileg meðferð.

Stundum eru það undirliggjandi sjúkdómar sem valda siggi. Nauðsynlegt er að greina þá og miðast meðferð við undirliggjandi sjúkdómsástæðu. Eigi slík meðferð ekki við eða dugi ekki er beitt eftirfarandi meðferðum sem einnig geta verið hluti meðferðar sé um sjúkdóma að ræða:

2. Meðferð með útvortis hyrnisleysandi efnum (keratolytic agents).

Hægt er að beita útvortis meðferð með hyrnisleysandi efnum við siggi. Val og styrkur þessara efna fer eftir mörgum þáttum svo sem ofnæmissögu, staðsetningu og aldri viðkomandi.

3. Innlegg.

Til að aftra siggmyndandi álagi af skófatnaði getur reynst nauðsynlegt að útbúa og nota gipsmótarinnlegg í skó sem tekur af siggmyndandi hnjask milli skófatnaðar og húðar.

4. Gelsokkar.

Gelsokkar geta hjálpað með því að minnka nudd á milli húðarinnar og utan að komandi þáttar svo sem skófatnaðar. Gelsokkur eru þannig útbúinn að gelpúða er komið fyrir inni í sokknum, t.d. yfir hæl og tekur hann þannig af nudd sem myndar siggið.

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út