Skip to main content
Húðsjúkdómar

Bólur umhverfis munn og á höku (perioral dermatitis)

Eftir febrúar 9, 2009júní 1st, 2022Engar athugasemdir

Hvernig verður þetta til?

Margar ástæður eru fyrir bólum í andliti. Ástæða þessara bóla er óþekkt en sumir álíta að notkun sterakrems í andlit geti framkallað bólurnar. Þessi gerð bóla sker sig úr því hún afmarkast við svæðið í kringum munn og höku og fylgir þessu stundum exem. Þessar bólur eru ekki háðar tíðarhring eins og stundum er tilfellið þegar um er að ræða svokallaðar þrymlabólur (acne) og þær eru ekki tengdar rósroða eða brennivínsnefi.

Hvað er til ráða?

Sýklalyfjameðferð innvortis nær bólunum yfirleitt vel niður en einstaklingsbundið er hversu langan tíma það tekur. Í einstaka tilfellum er beitt útvortis sýklalyfjameðferð. Sterakrem eru oft notuð á exemblettina en leiki grunur á að sú meðferð kunni að ýta undir bólumyndunina er æskilegt að prófa aðrar útvortis meðferðir svo sem með svokölluðum calcineurinhemilum (Elidel® eða Protopic®).

Varðandi bólur í andliti sjá einnig greinarnar: 


BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út