Ethylhexylglycerin er alkýlglýcerýleter efnafræðilega. Það þýðir að etýlhexýl hópurinn í mólikúlinu er bundinn glýceríni með etertengi. Alkýlglýcerýletrar eru á föstu formi í herbergishita og leysast illa í vatni.
Hér er á ferðinni ofnæmisvaki sem notaður er útvortis sem svitalyktareyðir (deodorizing agent) og í ýmsar útvortis húðvörur svo sem krem og þá ekki síst til sólarvarnar, baðvörur, hreinsivörur, augnmálningu, hárvörur og farða.
Standi „conditioning ointment“ á vörum sem notaðar eru útvortis m.a. á húðkremum kunna þau að innihalda þennan ofnæmisvaka.
Ethylhexylglycerin er stundum notað til að hafa áhrif á yfirborðsspennu vara sem notaðar eru útvortis. Það getur aukið á rotvörn og er stundum notað í stað parabena í vörur.
Hafa ber í huga að alkýlglýcerýletrarnir batyl alkóhól og chimyl alkóhól (stundum kallað cetýlglýcerýleter) eru stundum notaðir til að gefa til kynna alkýlglycerýletra á snyrtivörum. Ber því að varast vörur með þessum merkingum.
Þessi ofnæmisvaki gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:
Ethylhexyl glycerin
Sensiva CS 50