Þetta efni er litlaust ekki náttúrulegt ilmefni með ríkjandi vallarliljulykt (lily of the valley scent). Það er gjarnan að finna í hárlöðri, sápum og í þvottadufti. Það er aðallega notað í snyrtivörur, hreinsivörur og í ilmiðnaði (fragrance industry).
Meðmæltur styrkur af majantol í vörur er oft 5-20%. Það er stundum að finna í þvottadufti og til að mýkja tauvarning (fabric softener).
Majantol hefur númerið 103694-68-4 í CAS kerfinu (Chemical Abstract Service (CAS) registry numbers). Sjá nánar á https://www.cas.org/cas-data/cas-registry .
- Majantol gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi nöfnum:
- 2,2-Dimethyl-3-(3-methylphenyl)-propanol
- 2,2-dimethyl-3-(3-pethylphenyl)propan-1-ol
- Benzenepropanol, ß,ß,3-trimethyl-
- Germa-majantol(e)
- Sila-majantol(e)