Ofnæmisvakann 2-Methoxy-6-n-pentyl-4-benzoquinone (primin) er að finna í kirtilhárum á laufblöðum og stilk plöntunnar Primula obconica sem gjarnan er ræktuð sem skrautplanta að sumri í görðum á Íslandi.
Ofnæmisvakinn getur framkallað svokallað loftborið ofnæmi en þá berast ofnæmisvakarnir út í andrúmsloftið og valda ofnæmi þar sem þeir komast í snertingu við húð eða slímhúðir hjá þeim sem hafa ofnæmi fyrir þessum ofnæmisvaka.