Skip to main content
Snertiofnæmi

Kólófóníum (Colophony)

Eftir maí 30, 2012Engar athugasemdir

Kólófóníum er gullitað resín sem er oft unnið úr furu. Það er notað víða vegna klísturseiginleika sinna. Resín er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu. Efni í þessum flokki eru flest samsett úr estrum og etrum lífrænna sýra og súrra anhýdríða.

Kólófóníum er stundum notað í lím, t.d. í:

  • límbönd
  • einangrunarbönd
  • frímerki
  • umslög o.fl.

en einnig í:

  • lakk
  • málningu
  • prentblek
  • pappír
  • yfirborðshimnur
  • bón
  • vax

og sumar útvortis húð- eða snyrtivörur svo sem:

  • mascara
  • felara
  • varalit
  • augnskugga
  • hárfeiti
  • sólarvarnarkrem
  • rakakrem

Það er einnig talsvert notað í:

  • efnivið til tannlækninga (dental biomaterials)
  • kælivökva véla
  • bleyjur
  • hreinsiklúta
  • vaxaða þræði
  • furuhreinsi
  • gular þvottasápur
  • eldspýtnaenda
  • plástra
  • vörtueitur

Að lokum má nefna að kólófóníum er stundum notað í:

  • polyethylene og neoprene gúmmí
  • asfalt
  • efni til að bæta grip í íþróttum
  • tyggjó
  • flugelda
  • leir
  • olíu

Stundum hafa þeir sem hafa ofnæmi fyrir kólófóníum einnig ofnæmi fyrir ilmefnum, bragðefnum eða kryddum eins og múskati, paprikku og negul.

Forðist vörur sem sem merktar eru með eftirfarandi merkingum:

  • colophony
  • abietic alcohol
  • methyl abietate alcohol
  • abietyl alcohol
  • abitol
  • rosin
  • gum rosin
  • rosin gum
  • wood (við)
  • pine (furu) rosin
  • wood rosin
  • tall oil
  • abietic acid
  • rosin solder flux fume
  • resina terebinthinae
  • Dercolyte ZS
  • Dertomal 18
  • Dertophene 18
  • Foral 105
  • Granolite SG
  • Staybelite 10
  • Rosin solder flux fume
  • Pentalyn

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út