Hér er á ferðinni resín en það er flokkur lífrænna efna sem eru m.a. unnin úr trjáviðarkvoðu. Efni í þessum flokki eru flest samsett úr estrum og etrum lífrænna sýra og súrra anhýdríða.
Þetta resín er notað til að líma saman leður, gúmmí eða þar sem málmur mætir gúmmíi. Er það stundum notað sem lím í skóm og til heimanota en einnig í: belti, handtöskur, krossvið, einangrun, bíla, mótorolíu, blek, pappír, framköllunarvökva, rotvörn, svitalyktareyði, lími til tannlækninga og í gervitennur, sótthreinsiefni, íþróttalímbönd, húsgögn, skordýraeitur, naglalím og úrólar.
Þegar nauðsynegt reynist að vinna með þetta efni skal huga vel að hlífðarbúnaði.
Þessi ofnæmisvaki gengur einnig undir eftirfarandi heitum:
- formaldehyde
- 4(1,1-dimethylethyl)phenol
- 4-tert-butylphenol formaldehyde resin
- butylphen PTBP formaldehyde
- p-t-butylphenol formaldehyde resin
- p-tert-butylphenol polymer
- p-tert-butylphenol polymer
- paraformaldehyde.