SkinPen meðferð með örnálum
Örnálun (e. microneedling) er tækni sem byggir á að stinga örfínum nálum inn í húðina.
Við meðferðina er álitið að kollegen leðurhúðarinnar örvist ásamt elastíni og hefur þessi meðferð því oft verið kölluð
kollagenörvun (e. collagen induction therapy).
Við notum SkinPen sem er fyrsta vottaða örnálatækið. Meðferðin er unnin undir eftirliti sérfræðilæknis,
hún er sársaukalaus og áhættulítil og hentar öllum húðlitum og húðgerðum.
Hér að neðan getur þú bókað tíma í SkinPen örnálameðferð.