Yfirlit
PRX-T33 er frískandi peel húðmeðferð sem gefur húðinni nýtt líf án þess að hún flagnist. Hún sameinar efni sem örva húðina á mildan hátt og gera hana mýkri, sléttari og bjartari. Flestir sjá greinilegan mun strax – yfirleitt lítill eða enginn batatími..
CTA Button: Bóka ráðgjöf
Hvað gerir PRX-T33 Peel?
- Örvar endurnýjun húðarinnar án þess að yfirborðið skemmist.
- Gefur húðinni meiri ljóma og jafnari áferð.
- Gerir húðina mýkri, sléttari og gefur henni ferskara og þéttara yfirbragð.
- Engar nálar, lítil sem engin sýnileg flögnun. og yfirleitt lítill eða enginn batatími..
Fyrir hvern hentar meðferðin?
PRX-T33 Peel hentar bæði konum og körlum sem vilja endurlífga húðina án þess að þurfa langan batatíma. Hún hentar öllum húðlitum. Þeir sem eru með viðkvæma húð geta fundið fyrir vægum roða eða sviða í stutta stund, og því er gott að ráðfæra sig við lækni áður en meðferð hefst.
Á hvaða svæði er unnið?
Andlit, háls, bringa, hendur og magi.
Hvernig fer meðferðin fram?
-
- Undirbúningur: Húðin er hreinsuð og stundum notuð P-Solution frá WiQo til að jafna yfirborð. Lausnin inniheldur blöndu af mjólkur-, glýkól-, sítrónu-, laktóbín- og fýtínsýru sem undirbúa húðina.
- Framkvæmd: PRX-T33 er borið á húðina með léttu nuddi þar til hún hefur tekið lausnina inn.
- Tímalengd: Meðferðin tekur yfirleitt aðeins nokkrar mínútur. Flestir fá besta árangur eftir 2–5 skipti með tveggja vikna millibili.
- Eftirmeðferð: Húðin er hreinsuð og borið á róandi og rakagefandi krem.
Árangur og væntingar
- Oft sést munur strax – húðin verður bjartari og mýkri.
- Fíngerðar línur og svitaholur verða minna áberandi. Fyrir dýpri línur eða ör getur læknir mælt með annarri aðferð.
