Skip to main content

Hvað er rósroði?

Rósroði (e. rosacea) er krónískur bólgusjúkdómur í húð en getur einnig birst í augum. Hann einkennist af roðaköstum (e. flushing) sem framkallast oft af litlu áreiti og viðvarandi roða með litlum sýnilegum æðum miðlægt í andlitinu. Honum fylgja gjarnan nabbar (e. papules) og graftarnabbar (e. pustules).

Við bjóðum upp á mismunandi meðferðir gegn rósroða en meðferðarúrræði fer eftir tegund. 

Algengi rósroða er hæst hjá miðaldra fólki með ljósan hörundslit sem hefur ættir sínar að rekja til Norður-Evrópu. Konur eru líklegri til að fá rósroða en karlar á meðan karlar eru líklegri til að fá brennivínsnef (e. rhinophyma) sem einkennist af svokölluðum hnúskakvillum (e. phymatous rosacea) á nefinu.

Framkallandi þættir roðakasta eru í reynd allir þeir þættir sem geta fengið æðar í andlitinu til að víkka út. Má þar nefna hita t.d. við líkamlegt eða andlegt álag, heita drykki eða hita í umhverfi. Alkóhól, kryddaður matur og koffein eru allt þekktir þættir bak við köst.

Rósroði er gjarnan flokkaður í 4 flokka og einn undirflokk:

  • Hörundsroðaháræðaslit (e. erythematotelangiectatic)
  • Nabbar og graftarbólur (e. papulopustular)
  • Hnúskakvillar (e. phymatous)
  • Augu (e. ocular)
  • Afbrigði: Holdgunarhnúðar án bólgu (e. granulomatous non-inflammatory)

Ert þú með rósroða?

Greining rósroða í húðinni byggir á klínísku mati lækna. Það eru engin próf sem gefa greiningu en þau geta verið nauðsynleg til að útiloka aðra sjúkdóma svo sem flösuexem og rauða úlfa (e. systemic lupus erythematosus). 

Meðferðir tengdar rósroða

Persónuleg þjónusta

Við bjóðum upp á faglega og persónulega þjónustu viðurkenndra sérfræðinga í notalegu umhverfi. Okkar þekking er þinn hagur. Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum, betra útliti og húðheilsu.

Við notum þekktar og öruggar aðferðir til að ná þínum markmiðum.

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út