Fjölnúkleótíð (polynucleotides)
Fjölnúkleótíð (polynucleotides) endurlífga (revitalizes) og þétta húðina auk þess að bæta áferð og útlit. Við bjóðum upp á mismunandi tegundir eftir svæðum og þörfum.
Hvað eru fjölnúkleótíð?
Fjölnúkleótíð (polynucleotides) eða pólýnúkleótíð eru efni sem oftast eru unnin úr sæði laxa eða kynkirtlum fiska. Þau vinna í leðurhúðinni þar sem þau örva frumuendurnýjun og kollagenframleiðslu.
Við bjóðum upp á þrjár tegundir: almenna meðferð fyrir andlit, háls og bol, sérhæfða meðferð fyrir augnsvæðið, og meðferð með skjótri virkni.
Hvað gerir meðferðin?
Fjölnúkleótíð auka stinnleika húðarinnar og minnka bólgur. Þau draga úr fíngerðum línum og hrukkum, bæta raka og teygjanleika, og slétta áferð húðarinnar. Húðin verður þykkari og yfirbragðið verður bjartara.
Efnin hafa afoxandi (antioxidant) eiginleika sem vinna gegn umhverfisþáttum svo sem mengun og útfjólublárri geislun. Þau hvetja til myndunar kollagens og þau örva endurnýjun frumna.
Mismunandi tegundir
Almenn meðferð
Þessi meðferð vinnur á frumustigi til lengri tíma. Hún hentar fyrir andlit, háls og bol. Hún getur dregið úr húðsliti (striae) hjá yngri einstaklingum. Stundum á þó önnur meðferð betur við, svo sem laser.
Meðferð fyrir augnsvæðið
Þetta er sérhæfð meðferð fyrir viðkvæma húð í kringum augun. Hún þéttir húðina, dregur úr sýnileika dökkra bauga og fíngerðra lína, og minnkar þrot. Fjölnúkleótíðin stuðla einnig að betri örhringrás (microcirculation) og gefa svæðinu bjartara og unglegra útlit. Þetta er mild og skurðlaus nálgun við endurlífgun augnlína.
Meðferð með skjóta virkni (Plinest Fast)
Þessi meðferð vinnur hratt og gæti hentað fyrir sérstaka atburði. Hún dregur úr fíngerðum línum og bláma í kringum augun og gefur fljótlegan árangur.
Fyrir hverja hentar þetta?
Meðferðirnar passa öllum húðgerðum (skin types).
Algengar spurningar
Hvernig er meðferðin framkvæmd? Fjölnúkleótíðunum er sprautað yfirborðslega í leðurhúð með fínni nál.
Hversu mörg skipti þarf? Mælt er með þremur skiptum til að fá sjáanlegan árangur og síðarmeir viðhaldsmeðferð á 6 mánaða fresti.
Er þetta sársaukafullt? Deyfikrem er borið á húðina fyrir meðferð og flestir finna einungis fyrir óþægindum við stungurnar.
Hvað tekur langan tíma að sjá árangur? Yfirleitt sjást fyrstu breytingarnar innan 2-4 vikna en fullur árangur kemur fram smám saman.
Hversu lengi endist árangurinn? Með reglulegri viðhaldsmeðferð má viðhalda árangri til lengri tíma.
Næstu skref
Ef þú vilt vita meira um fjölnúkleótíðameðferð og hvort hún henti þér, getur þú haft samband við okkur til að bóka tíma í ráðgjöf þar sem við förum yfir þínar aðstæður.
ATH! Hafir þú ekki hlotið meðferð áður með fjölnúkleótíðum (polynucleotides) eða öðrum húðfyllingarefnum þarft þú að undirrita upplýst samþykki a.m.k. 2 dögum fyrir meðferð. Vinsamlegast hafið samband við ritara í síma 544 4450 eða á [email protected] til að fá slíkt til undirritunar í símann þinn.
