Skip to main content
Snertiofnæmi

Hydroperoxides of limonene (limonene hydroperoxide)

Eftir ágúst 10, 2016Engar athugasemdir

Limonene er efnafræðilega terpene sem finnst í náttúrinni í plöntum og kryddum. Það er efnafræðilega aðallega að finna sem d-limonene í berki citrusávaxta en einnig í piparminntu og í nálum fir trjáa (fir trees).

Limonene er að finna sem appelsínubragðefni og vegna lyktareiginleika í alls kyns heimilisvörum svo sem hreinsivörum, ilmvötnum, húðkremum, hársnyrtivörum, sápum, sjampóum og ilmolíum (essential oils). Það er einnig notað í iðnaði svo sem í málningu, í bílrúðuvökva, ýmis konar úða og í hreinsiböð fyrir vörur.

Andrúmsloft oxar limonene við herbergishita og myndar efnafræðilega svokölluð hydroperoxides. Þegar limonene sem ekki hafa gengið í gegnum oxun eru borin saman við oxuð limonene kemur í ljós að oxuð limonene framkalla oftar ofnæmi. Vörur sem innihalda limonene munu fyrr eða síðar oxast í hydroperoxides.

Limonene gengur a.m.k. einnig undir eftirfarandi heitum:

  • 1-Methyl-4-(1-methylethenyl)-cyclohexene
  • (R)-1-Methyl-4-(1-Methylethyenyl) Cyclohexene
  • 4-Isopropenyl-1-methylcyclohexene
  • (+)-4-Isopropenyl-1-Methylcyclohexene
  • Carvene
  • Hydroperoxides of Limonene
  • D-(+)-Limonene
  • (+)-R-Limonene
  • p-Menth-1,8-diene
  • Optical Isomer of Dipentene
  • Racemic: dl-Limonene
  • Racemic: Dipentene

 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út