Hér er á ferðinni blanda ofnæmisvaka en hún samanstendur af: Tetramethylthiuram monosulfide (TMTM),tetramethylthiuram disulfide (TMTD), tetraethylthiuram disulfide (TETD) og dipentamethylenethiuram disulfide(PTD).
Thiuröm eru notuð í framleiðslu gúmmívara, sem sveppa- eða skordýraeitur eða sem rotvarnaefni.
Þau er að finna í heimaumhverfinu í gúmmívörum sem eru úr náttúrulegu gúmmíi, býtýlgúmmíi, níril eða neopren en ekki í náttúrulegu latexgúmmíi (natural latex rubber) sé framleiðslan hrein.Þannig kunna þau að vera í varningi eins og tölvumúsum og músamottum, gúmmíböndum, grímum, smokkum og hettum, strokleðrum, heyrnatólum, gleraugum, skóm, sundfatnaði, leikföngum, hönskum, slöngum og ýmiss konar sportfatnaði.
Thiuröm er að finna í antabuslyfinu dísulfíram, blöðrum, köplum, rafmagnsvírum, handföngum, leðurskóm, snyrtivörum, lækningaáhöldum, koddum, gúmmílökum, gúmmíi í fötum, sjampói, sápu, tennishandföngum, tennisskóm og hjólbörðum.
Í garðinum kunna thiuröm að leynast sem sveppa- eða skordýraeitur.
Thiuröm er einnig að finna í iðnaði og í öryggisbúnaði, t.d. í skóm, gleraugum, lími, grímum, heyrnartólum, vírum og einangrunarefni.
Forðist gúmmí þar sem þessir ofnæmisvakar kunna að vera til staðar og notið frekar gúmmífríar vörur eins og úr vinýl, plasti, taugi eða við.
Þessir ofnæmisvakar ganga stundum undir öðrum nöfnum:
- Tetramethylthiuram monosulfide: Bis(dimethylthiocarbamoyl) sulphide, tetramethylthiuram sulphide, tetramethyldithiocarbamic acid anhydrosulfide eða sulfide.
- Tetramethylthiuram disulfide: Bis(dimethyl thiocarbamoyl)disulfide, tetramethylthioperoxydicarbonic diamide, N,N’ (dithiodicarbonothioyl)bis(N-methylmethanamine), tetramethylthiocarbamoyldisulphide eða thiram.
- Dipentamethylenethiuramdisulfide: 1,1′ (dithiodicarbonothioyl)bispiperidine, bis(1-piperidinylthioxomethyl), bis(pentamethylene)thiuram disulfide eða disulfide.
- Disulfiram (antabuslyf): 1,1′-dithiobis(N,N-diethylthioformamide), bis(N,N-diethylthiocarbamoyl) disulfide tetraethylthiuram disulfide eða tetraethylthioperoxydicarbonic diamide.