Skip to main content
Lýtahúðlækningar

Meðferð með húðfyllingarefnum (fillers)

Eftir júlí 25, 2012desember 2nd, 2022Engar athugasemdir

Hvað er húðfyllingarefni?

Húðfyllingarefni er efni sem komið er fyrir í húð manna til að auka fyrirferð húðarinnar þar sem vefur er rýr. Fyllingarefni sem brotna niður (biodegradeable) eru mjög vinsæl þar sem eilíf efni (permanent fillers) veita vissa áhættu. Ein lína niðurbrotlegra efna er Restylane® (http://www.restylane.com). Ólíkum efnum línunnar er komið fyrir í litlu magni í vefjum manna allt eftir hvaða áhrifum sóst er eftir þar með talin húðsvæði svo sem brjóst og rasskinnar.

Á milli fruma í leðurhúðinni er millifrumuefni (extracellular matrix) en ein meginuppistaða þess er hýalúronsýra (hyaluronic acid). Fyllingarefni eiga það sameiginlegt að vera stabíliseruð hlaup með hýalúronsýru sem eigi er unnin úr dýrum. Þannig er ekki um að ræða efni sem er mjög fjarrænt líkamanum. Milljónir meðferða með þessum fyllingarefnum hafa verið gefnar í yfir fjölmörgum þjóðlöndum.

Fjölmargir aðrir framleiðendur framleiða hlaup með hýalúrónsýru og má þar nefna Juvéderm® línuna.

Hvernig fer meðferðin fram?

Meðferðin fer þannig fram að fyllingarefni er komið fyrir í húðinni með því að spauta því inn. Meðferðin tekur oft á milli 30 til 60 mínútur eftir umfangi.

Flest fyllingarefni innihalda deyfilyf og því er óþarfi að deyfa frekar en sé það ekki til staðar kemur til greina að deyfa með deyfikremi. Það er þó ekki notað til deyfinga á vörum sem gjarnan eru deyfðar með munnholsdeyfingu. Með kremdeyfingu tekur oft um 2 klst að fá fram góða deyfingu en eingöngu nokkrar mínútur með munnholsdeyfingu. Komi til kremdeyfingar vistast fólk hjá okkur á meðan á deyfingu stendur og hefur gjarnan með sér fartölvu eða góða bók.


Hvenær koma áhrifin fram og hve lengi vara þau?

Áhrifin koma strax fram eftir meðferðina og endast þau mismunandi lengi eftir einstaklingum og svæðum, oft frá  6 mánuðum og upp í 2 ár. Restylane® framleiðandinn segir reynsluna gefa til kynna að við endurtekna meðferð geti verkunartíminn lengst. Sé meðferð hætt brotnar niður það efni sem til staðar er í húðinni en þegar það hefur allt brotnað niður er sem meðferð hafi aldrei komið til.

Af athygli kunna einnig að vera greinarnar:

“Fyrir” og “eftir” myndir með fyllingarefnum einum sér (úr myndasafni Restylane® af siðaástæðum). Ath að í nokkrum tilfella er eingöngu “grynnkað” á hrukkum og fellingum en sumir kjósa að ganga ekki lengra til að breytast ekki um of.

All pictures on this page are copyrighted and provided by the courtesy of Galderma S.A.

FACES™/ELOS meðferðir kæmu einnig til greina en þó eingöngu FACES™ umhverfis augu og eingöngu húðfyllingarefni til aukningar vararúmmáls (sjá sér grein um „FACES-ELOS„). Jafnframt kæmi til greina að notaHrukkubana við hrukkum út frá augunum (sjá sér grein um Hrukkubana.)

Mynd 1:Hrukkur í kringum augun, fellingar milli nefs og munnvika og niður frá munnvikum (takið sérlega eftir hve lyfting hægra munnviks breytir miklu útlitslega). Hér hefur vararúmmál (fyrirferð varanna) verið aukið og skerpt á varalínum.
 
Fyrir:  Eftir:


Mynd 2A: Hrukkur milli augabrúna og fellingar milli nefs og munnvika.
 
Fyrir:  Eftir:

Mynd 2B: Nærmynd af fellingum milli nefs og munnvika.
Fyrir:  Eftir:


Mynd 3: Fellingar á enni og mili nefs og munnvika lagaðar að hluta. Hrukkur út frá augum.
 
Fyrir:  Eftir:


 Mynd 4: Fellingar og slappleiki á bringu.
 
Fyrir:  Eftir:


Mynd 5: Hrukkur á enni og milli augabrúna, fellingar milli nefs og munnvika. Fellingum niður frá munnvikum sleppt.
 
Fyrir:  Eftir:

 
 Mynd 6: Kinnar.
 
Fyrir:  Eftir:


Mynd 7: Hrukkur á enni og í kringum augun. Fellingar milli nefs og munnvika og fellingar út frá munnvikum. Meðferðin bætir verulega fellingar milli nefs og munnvika en „face lift“ væri útlitslega æskilegra fyrir þetta svæði. Fyllingarefni eru þó mjög oft valin af þeim sem kjósa ekki skurðaðgerð og gerir hún unnt að halda fellingum í skefjum oft í áratugi eða þar til slappleikinn í húðinni er kominn á mjög hátt stig.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 8: Hrukkur á enni, milli augabrúna og út frá augum. Fellingar milli nefs og munnvika.
 
Fyrir:  Eftir:


Mynd 9: Enni, milli augabrúna, fellingar frá nefi að minnvikum og fellingar sem ganga lárétt á miðjum kinnum. Lyfting munnvika (takið eftir hve miklu hún breytir útlitslega). Hér hefur einnig rúmmál vara verið aukið og skerpt á varalínum.
 
Fyrir:  Eftir:


Varir í nærmynd.
Fyrir:  Eftir:


Mynd 10: Hrukkur milli augabrúna.
 
Fyrir:  Eftir:


Mynd 11: Fellingar milli nefs og munnvika, niður út frá munnvikum og á kinnum. Hér hefur vararúmmál verið aukið og varalínur skerptar.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 12: Full face“ meðferð sem mýkir fellingar og hrukkur. Væg skerping á varalínum.
 
Fyrir:  Eftir:


Mynd 13:Meðferð við fellingum yfir bringubeini (décolletage) og fellingum á hálsi.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 14: Rýr húð á handarbökum.
Fyrir: Eftir:

Mynd 15: Meðferð frá nefi niður að munnvikum, út frá munnvikum og lágrétt á höku með vægri fyllingu í vör.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 16: Fellingar á hálsi og yfir bringubeini.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 17: Fellingar milli nefs og munnvika, út frá munnvikum og í kinnum. Einnighefur fyllingarefni verið sett víðar í litlu magni svo sem á höku, milli augabrúna og í enni.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 18: Ör eftir bólur. Sjá einnig greinarnar:
Bólur og fílapenslar (þrymlabólur eða acne vulgaris)
Laser til lækninga húðlýta og húðsjúkdóma
Meðferð með FACES/ELOS
Innfallin ör m.a. í andliti
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 19: Fellingar milli nefs og munnvika, út frá munnvikum og á höku.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 20: Fellingar milli augabrúna.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 21: Fyllingarefni í kinnum til að auka aðeins fyrirferð þeirra. Einnig hefur fyllingarefni verið sett í fellingar út frá munnvikum og í höku.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 22: Fellingar milli augabrúna, milli nefs og munnvika og út frá munnvikum. Einnig hefur verið meðhöndlað í kinnum.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 23: Hrukkur á enni og fellingar milli nefs og munnvika. Einnig hefur meðferð verið gefin í kinnar.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 24: Fellingar milli nefs og munnvika, og kinnar.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 25: Fellingar milli augna, enni, kinnar og haka, einnig er dregið úr fellingum milli nefs og munnvika.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 26: Fellingar milli nefs og munnvika, einnig er sett fyllingarefni í enni, kinnar og höku.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 27: Kinnar og haka.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 28: Kinnar og haka. Einnig fellingar milli augna og frá nefi að munnvikum og út frá þeim.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 29: Kinnar og haka.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 30: Kinnar. Einnig eru meðhöndlaðar fellingar milli nefs og munnvika.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 31: Ör eftir bólur. Sjá einnig greinarnar:
Bólur og fílapenslar (þrymlabólur eða acne vulgaris)
Laser til lækninga húðlýta og húðsjúkdóma
Meðferð með FACES/ELOS
Innfallin ör m.a. í andliti
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 32: Fellingar milli nefs og munnvika, og hrukkur í kinnum.
 
Fyrir: Eftir:


Mynd 33: Rýr húð á handarbökum.
 
Fyrir: Eftir:


 

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út